Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mið 16. apríl 2014 21:01
Elvar Geir Magnússon
Lengjubikarinn: Breiðablik og FH í undanúrslitin
Úr leik Stjörnunnar og FH í kvöld.
Úr leik Stjörnunnar og FH í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik komst í undanúrslit Lengjubikarsins í kvöld með því að vinna 1-0 sigur gegn Víkingi Reykjavík. Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði eina markið á 76. mínútu.

Blikar munu mæta Þór Akureyri í undanúrslitum í næstu viku.

FH vann 2-1 sigur gegn Stjörnunni eftir að hafa lent undir. Veigar Páll Gunnarsson skoraði á 48. mínútu en með tveimur mörkum með þriggja mínútna millibili náði FH að tryggja sér sigur.

Guðjón Árni Antoníusson fékk rautt spjald í lokin en það kom ekki í veg fyrir sigur FH-inga sem mæta sigurvegaranum í leik KR og Fylkis sem fram fer á morgun.

Breiðablik 1 - 0 Víkingur R.
1-0 Elfar Árni Aðalsteinsson ('76)
Sjá leikskýrsluna úr leiknum

Stjarnan 1 - 2 FH
1-0 Veigar Páll Gunnarsson ('48)
1-1 Ingimundur Níels Óskarsson ('66)
1-2 Sam Hewson ('69)
Rautt spjald: Guðjón Árni Antoníusson ('87)
Sjá leikskýrsluna úr leiknum
Athugasemdir
banner
banner
banner