Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   mið 16. apríl 2025 20:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Newcastle valtaði yfir Crystal Palace - Fengið á sig tíu mörk í tveimur leikjum
Harvey Barnes hefur skorað þrjú mörk og lagt upp eitt í síðustu tveimur leikjum
Harvey Barnes hefur skorað þrjú mörk og lagt upp eitt í síðustu tveimur leikjum
Mynd: EPA
Newcastle 5 - 0 Crystal Palace
1-0 Jacob Murphy ('14 )
1-0 Eberechi Eze ('36 , Misnotað víti)
2-0 Marc Guehi ('38 , sjálfsmark)
3-0 Fabian Schar ('45 )
4-0 Harvey Barnes ('45 )
5-0 Alexander Isak ('58 )

Newcastle valtaði yfir Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Jacob Murphy kom Newcastle yfir eftir stundafjórðung þegar hann skoraði stórbrotið mark úr þröngu færi.

Eftir rúmlega hálftíma leik fékk Crystal Palace vítaspyrnu þegar Nick Pope gerðist brotlegur. Eberechi Eze steig á punktinn en hann átti skot beint á markið sem Pope las og varði af öryggi.

Stuttu síðar varð Marc Guehi fyrir því óláni að setja boltann í eigið net eftir fyrirgjöf frá Harvey Barnes. Barnes bætti fjórða marki Newcastle við í uppbótatíma fyrri hálfleiks. Newcastle menn voru ekki hættir því Fabian Schar bætti fjórða markinu við þegar hann skoraði með skalla áður en flautað var til loka fyrri hálfleiksins.

Eftir tæplega klukkutíma leik vann Joelinton boltann við vítateig Palace og boltinn barst til Alexander Isak sem skoraði með skoti fyrir utan teiginn og innsiglaði sigur Newcastle.

Crystal Palace hefur nú fengið á sig tíu mörk í síðustu tveimur leikjum. Liðið tapaði 5-2 gegn Man City í síðustu umferð. Newcastle stökk upp fyrir Nottingham Forest í 3. sæti deildarinnar, liðið er með 59 stig eftir 32 umferðir. Crystal Palace er í 12. sæti með 43 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 32 23 7 2 74 31 +43 76
2 Arsenal 32 17 12 3 57 27 +30 63
3 Newcastle 32 18 5 9 61 40 +21 59
4 Nott. Forest 32 17 6 9 51 38 +13 57
5 Man City 32 16 7 9 62 42 +20 55
6 Chelsea 32 15 9 8 56 39 +17 54
7 Aston Villa 32 15 9 8 49 46 +3 54
8 Bournemouth 32 13 9 10 52 40 +12 48
9 Fulham 32 13 9 10 47 43 +4 48
10 Brighton 32 12 12 8 51 49 +2 48
11 Brentford 32 12 7 13 52 48 +4 43
12 Crystal Palace 32 11 10 11 41 45 -4 43
13 Everton 32 8 14 10 34 38 -4 38
14 Man Utd 32 10 8 14 38 45 -7 38
15 Tottenham 32 11 4 17 60 49 +11 37
16 Wolves 32 10 5 17 47 61 -14 35
17 West Ham 32 9 8 15 36 54 -18 35
18 Ipswich Town 32 4 9 19 33 67 -34 21
19 Leicester 32 4 6 22 27 72 -45 18
20 Southampton 32 2 4 26 23 77 -54 10
Athugasemdir
banner
banner