Huijsen vill vera áfram á Englandi - Ramsdale og Verbruggen á blaði Man Utd - Leeds vill Weigl
   mið 16. apríl 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Flick: Ekki mikil ánægja í klefanum
Mynd: EPA
Barcelona er komið áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir 3-1 tap gegn Dortmund í gær en liðið vann einvígið samanlagt 5-3 eftir 4-0 sigur á Spáni.

Þrátt fyrir að hafa komist áfram var andrúmsloftið þungt í klefanum eftir tapið.

„Það var ekki mikil ánægja í klefanum. Ég minnti þá á að við værum komnir í undanúrslit og þá breyttust hlutirnir og þeir urðu ánægðari," sagði Flick.

„Dortmund gerði okkur lífið leitt. Það var stórkostlegt andrúmsloft en við erum komnir í undanúrslit. Það er mikilvægt að við förum vel yfir leikinn. Við erum með marga leiki undir beltinum svo þetta er sennilega eðlilegt."
Athugasemdir
banner