Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   þri 15. apríl 2025 20:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildin: PSG áfram eftir magnaðan leik á Villa Park - Þrenna Guirassy dugði ekki til
Donnarumma varði nokkrum sinnum stórkostlega
Donnarumma varði nokkrum sinnum stórkostlega
Mynd: EPA
Þrenna frá Guirassy dugði ekki til
Þrenna frá Guirassy dugði ekki til
Mynd: EPA
Aston Villa var með bakið upp við vegg þegar liðið fékk PSG í heimsókn í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

PSG vann leikinn í Frakklandi 3-1 og Achraf Hakimi kom liðinu yfir í kvöld eftir samskiptaörðuleeika milli Pau Torres og Emi Martinez. Martinez sló boltann út í teiginn og Hakimi mætti og skoraði.

Nuno Mendes bætti öðru marki PSG við þegar hann skoraði frábært mark með skoti inn á vítateignum. Yuri Tielemans minnkaði muninn þegar hann skoraði eftir frábæra sókn en skot hans fór af varnarmanni og í netið.

Eftir tíu mínútna leik jafnaði John McGinn metin í leiknum. Hann átti stórkostlegan sprett sem hófst fyrir aftan miðju og endaði með skoti fyrir utan teig og boltinn söng í netinu. Stuttu síðar bætti Ezri Konsa við marki og kom Villa yfir í leiknum en enska liðið var einu marki undir í einvíginu.

Aston Villa sótti án afláts í upphafi seinni hálfleiks en Gianluigi Donnarumma kom í veg fyrir að mörkin yrðu fleiri. PSG vann sig betur inn í leikinn en mörkin urðu ekki fleiri. Ian Maatsen átti skot á lokasekúndum leiksins en Willan Pacho varðist því á síðustu stundu. PSG er komið áfram í undanúrslit þar sem liðið mætir annað hvort Arsenal eða Real Madrid.

Dortmund var í mjög erfiðri stöðu þegar liðið fékk Barcelona í heimsókn en liðið tapaði 4-0 í Barcelona. Serhou Guirassy kom liðinu yfir úr vítaspyrnu. Guirassy bætti öðru markinu við snemma í seinni hálfleik þegar hann skoraði af stuttu færi.

Barcelona minnkaði muninn þegar Ramy Bensebaini varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net eftir fyrirgjöf frá Fermin Lopez. Guirassy bætti síðan þriðja marki sínu og þriðja marki Dortmund við en það dugði ekki til og Barcelona er komið í undanúrslit þar sem liðið mætir annað hvort Inter eða Bayern.

Aston Villa 3 - 2 Paris Saint Germain (Samanlagt 4-5)
0-1 Achraf Hakimi ('11 )
0-2 Nuno Mendes ('28 )
1-2 Youri Tielemans ('34 )
2-2 John McGinn ('55 )
3-2 Ezri Konsa ('57 )

Dortmund 3 - 1 Barcelona (Samanlagt 3-5)
1-0 Serhou Guirassy ('11 , víti)
2-0 Serhou Guirassy ('49 )
2-1 Ramy Bensebaini ('54 , sjálfsmark)
3-1 Serhou Guirassy ('76 )
Athugasemdir
banner
banner