Viðar Örn Kjartansson, leikmaður KA, fór af velli vegna meiðsla þegar KA heimsótti Víking á sunnudag. Viðar fór af velli á 32. mínútu.
„Hann er stífur aftan í læri, ætti ekki að vera lengi frá. Hann fann að þetta var ekki gott og hefði farið út í einhverja tognun ef hann hefði haldið áfram að hlaupa. Hann verður frá í smá tíma ekkert lengi," segir Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, við Fótbolta.net í dag.
„Hann er stífur aftan í læri, ætti ekki að vera lengi frá. Hann fann að þetta var ekki gott og hefði farið út í einhverja tognun ef hann hefði haldið áfram að hlaupa. Hann verður frá í smá tíma ekkert lengi," segir Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, við Fótbolta.net í dag.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 - 0 KA
Haddi segir að hann búist við því að Viðar missi af leikjunum gegn KFA og svo Val, en verði svo klár í slaginn.
Viðar er 35 ára framherji sem er á sínu öðru tímabili með KA. Hann skoraði sex mörk í 22 deildarleikjum með KA í fyrra.
Næsti leikur KA er heimaleikur gegn KFA í Mjólkurbikarnum en sá leikur fer fram á föstudag. Næsti leikur þar á eftir er svo útileikur gegn Val í Bestu deildinni næsta miðvikudag. Eftir Valsleikinn fær svo KA lið FH í heimsókn þann 27. apríl.
Athugasemdir