Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
   fim 27. mars 2025 15:30
Innkastið
Er tími Arons í landsliðinu liðinn?
Icelandair
Aron Einar eftir að hann fékk rauða spjaldið gegn Kosóvó.
Aron Einar eftir að hann fékk rauða spjaldið gegn Kosóvó.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron gengur ósáttur út af.
Aron gengur ósáttur út af.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson, sem var landsliðsfyrirliði Íslands til margra ára, átti afar erfiðan landsliðsglugga núna á dögunum.

Hann byrjaði fyrri leikinn gegn Kosóvó og kom inn á í hálfleik í seinni hálfleiknum. Aron, sem er að verða 36 ára, átti erfitt uppdráttar í báðum leikjunum en hann var rekinn af velli í þeim seinni.

„Hann er einn besti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins og leiddi okkur á tvö stórmót, en ég var sammála því sem Lárus Orri var að segja á Stöð 2 Sport," sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson þegar rætt var um Aron Einar í Innkastinu á dögunum.

„Ég skil ekki af hverju hann er þarna, ég er sammála ykkur og hjartanlega sammála Lárusi. Í fyrri leiknum spilar hann 90 mínútur og mér fannst hann líta illa út. Svo fær hann þetta rauða spjald," sagði Valur Gunnarsson.

„Vinur minn var á vellinum sem áhorfandi og hann sagði við mig að maður hefði séð það langar leiðir að þetta væri komið. Við verðum að tala um hlutina eins og þeir eru. Að mínu mati er kominn tími á hann Aron," sagði Valur.

„Að mínu mati er Jói Berg eini maðurinn úr gamla bandinu sem á skilið að vera í hópnum," sagði Haraldur Örn Haraldsson í þættinum.

Valur nefndi það að Hjörtur Hermannsson hefði frekar átt að vera í hópnum en Aron. En jafnframt var talað um það í þættinum að það væri sterkur leikur að fá Aron inn í teymið á bak við landsliðið, en sú umræða hefur komið upp áður.

Hægt er að hlusta á alla umræðuna í spilaranum hér fyrir neðan.
Innkastið - Lestarslys í fyrsta landsliðsglugga Arnars
Athugasemdir
banner
banner