Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   sun 16. júní 2024 09:35
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Auðvitað er Djuric sáttur með tveggja leikja bann“
Danijel Djuric missti stjórn á skapi sínu eftir leik gegn Breiðabliki.
Danijel Djuric missti stjórn á skapi sínu eftir leik gegn Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Danijel Djuric leikmaður Víkings spilar ekki næstu tvo leiki þar sem hann var dæmdur í bann fyrir að kasta vatnsbrúsa frá hlaupabrautinni upp í stúku eftir jafntefli gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli þann 30. maí síðastliðinn.

Brúsinn fór í stuðningsmann Breiðabliks sem hafði ögrað Danijel með orðum sínum.

Farið var yfir fótboltafréttir vikunnar í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.

„Mér finnst erfitt að tala um eitthvað sem maður sá ekki, en eins og þessu var lýst þá var brúsinn tómur og það var einhver banter í gangi. Þeir voru víst hlæjandi stuðningsmenn Blika. Tveir leikir, er það ekki bara fínt? Mér finnst þetta ágætlega rétt," segir Sölvi Haraldsson fréttamaður Fótbolta.net.

Sjálfur sagði Danijel í viðtali, þar sem hann sagðist sjá eftir gjörðum sínum, að tveir leikir væri hæfileg refsing. Baldvin Borgarsson telur hann heppinn að hafa ekki fengið lengra bann.

„Auðvitað er Djuric sáttur með tvo leiki því þetta hefði hæglega getað orðið meira. Það er alveg glórulaust að þú sért að fleygja aðskotahlut í stuðningsmenn mótherjans. Mér finnst það alveg út í hött," segir Baldvin.

Danijel skoraði tvö mörk fyrir Víking í 3-1 sigrinum gegn Fylki í Mjólkurbikarnum í liðinni viku en hann missir af deildarleikjum gegn Val og KR vegna leikbannsins.
Útvarpsþátturinn - Bestu og verstu kaupin í Bestu, bikarinn og EM
Athugasemdir
banner
banner
banner