Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   sun 16. júní 2024 11:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Man Utd snýr sér að De Ligt - Fær Guardiola launahækkun?
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Slúðurpakki dagsins í boði BBC er kominn í hús. Matthijs de Ligt, Jarrad Branthwaite, Mason Greenwood, Michael Olise, Pep Guardiola, Jack Grealish, Victor Lindelöf og fleiri góðir koma við sögu.


Manchester United er að undirbúa að reyna við Matthijs de Ligt, 24, varnarmann hollenska landsliðsins og Bayern Munchen en þýska félagið metur hann á 50 milljónir evra. (Sky Sports í Þýskalandi)

Man Utd er ekki tilbúið að borga 70 milljónir punda sem Everton vill fá fyrir Jarrad Branthwaite, 21, en Everton hafnaði 43 milljón punda tilboði United í leikmanninn. (Mirror)

Valencia hefur gert 25 milljón punda tilboð í Mason Greenwood, 22, framherja Man Utd en hann vill vera áfram á Spáni eftir að hafa verið á láni hjá Getafe á síðustu leiktíð. Juventus hefur einnig áhuga á honum. (MIrror)

Michael Olise vængmaður Crystal Palace hefur náð munnlegu samkomulagi við Chelsea en félagið er að reyna allt til að vinna keppinauta sína í baráttunni um þeennan 22 ára gamla Frakka. (Teamtalk)

Crystal Palace er í viðræðum við Arseenal um kaup á Reiss Nelson, 24, en Fulham og West Ham hafa einnig áhuga á honum. (CaughtOffside)

Man City er tilbúið að bjóða Pep Guardiola hærri laun til að sannfæra Spánverjan um að vera áfram hjá félaginu. Núgildandi samningur hans rennur út næsta sumar en hann er með 20 milljónir punda í árslaun. (Mirror)

Jack Grealish, 28, gæti farið frá Man City eftir að hafa átt í erfiðleikum með að brjóta sér leið í byrjunarliðið á síðustu leiktíð en launakröfurnar hans og sú staðreynd að hann er á samning til 2027 getur gert honum erfitt fyrir. (Football Insider)

Milan sendi njósnara til að fylgjast með Armando Broja, 22, í leik Albaníu gegn ítalíu í gær en ítalska félagið íhugar að reyna við framherja Chelsea í sumar. (Sky Sports á Ítalíu)

Lille hefur hafnað 42,3 milljón punda tilboði frá ónenfdu úrvalsdeildarliði í franska miðvörðinn Leny Yoro, 18, en hann hefur verið orðaður við Liverpool go Man Utd en hann er sagður vilja fara til Real Madrid. (Express)

Victor Lindelöf, 29, varnarmaður Man Utd er á óskalista Jose Mourinho stjóra Fenerbahce en þeir unnu saman á Old Trafford á sínum tíma. (Fotomac)

Man Utd hefur blandað sér í baráttuna um Ogheneteijri Adejenughure, 17, framherja RB Salzburg sem skroaði fjögur mör í fjórum leikjum fyrir Austurríki á EM u17. Milan og Dortmund hafa einnig áhuga á honum. (Express)

Man City ætlar að stela Franco Mastantuono, 16, frá Real Madrid en þessi leikmaður River Plate er með riftunarákvæði upp á 45 milljónir punda. (Sport)

Liverpool spurðist fyrri um Waldemar Anton, 27, miðvörð Stuttgart en hann er í landsliðshópi Þýskalands á EM. Hann er með 22.5 milljón evra riftunarákvæði í samningi sínum. (Bild)

Það er líklegra að Jadon Sancho, 24, leikmaður Man Utd fari til Juventus frekar en Dortmund en hann var á láni hjá þýska félaginu á síðustu leiktíð. (Football Insider)


Athugasemdir
banner