Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
banner
   fim 16. júlí 2015 11:00
Arnar Daði Arnarsson
Davíð Þór: Viðbjóðslegt að fara í ferðalög ef þú skíttapar
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH mætir Inter Baku frá Azerbaijan í undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld í Kaplakrika. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður leiknum textalýst beint hér á Fótbolta.net.

Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH var spurður að því á fréttamannafundinum sem haldinn var í aðdraganda leiksins, hversu miklu máli það skipti að byrja einvígið á heimavelli.

„Það getur verið betra að byrja á heimavelli ef þú nærð góðum úrslitum þar. Það getur líka verið viðbjóðslegt að fara í ferðlag í seinni leikinn ef þú skít apar fyrri leiknum. Eins og við gerðum á móti Aktobe frá Kasakstan 2009," sagði Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH.

Í því einvígi tapaði FH fyrri leiknum á heimavelli 3-0 og því var möguleikinn á því að komast áfram lítill sem enginn.

„Það var viðbjóður að fara í útileikinn, vitandi það að möguleikarnir voru nánast engir,"

Davíð Þór segir það mikilvægt að ná góðum úrslitum úr leiknum í kvöld.

„Það er mikilvægt fyrir okkur að spila vel í kvöld og við verðum að reyna ná góðum úrslitum, svo þetta verði alvöru leikur ytra. Svo lengi sem við höldum okkar skipulagi og vinnum fyrir hvern annan þá eru lið ekki að skapa mikið af færum á okkur, hvort sem það er á heimavelli eða úti," sagði fyrirliði FH, Davíð Þór Viðarsson að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner