þri 16. ágúst 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Haukar snúa aftur á Hlíðarenda
Úr heimaleik Hauka árið 2010
Úr heimaleik Hauka árið 2010
Mynd: Fótbolti.net - Þórdís Inga Þórarinsdóttir
Haukar eiga á morgun heimaleik gegn Njarðvík í 2. deild. Leikurinn fer ekki fram á Ásvöllum, heimavelli Hauka, heldur Origo vellinum sem er heimavöllur Vals.

Verið er að skipta um gervigras á Ásvöllum og á meðan munu meistaraflokkar Hauka spila í örðum bæjarfélögum. Gert er ráð fyrir að verkinu verði lokið um 24. ágúst.

Síðasti heimaleikur Hauka fór fram á OnePlus vellinum á Álftanesi. Leikið er í Reykjavík í kvöld og er það því þriðja bæjarfélagið þar sem heimaleikur Hauka fer fram í sumar.

Haukar þekkja ágætlega til á Hlíðarenda því liðið lék heimaleiki sína þar fyrir tólf árum síðan, árið 2010, þegar liðið var síðast í efstu deild. Þá var ekki búið að byggja stúku við heimavöll Hauka.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 19:15. Njarðvík er topplið deildarinnar og Haukar eru í fimmta sæti.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner