Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
banner
   þri 16. ágúst 2022 20:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nik ánægður: Ég get ekki kvartað yfir því
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.
Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frekar 'sloppy' um tíma eftir að þær jöfnuðu en svo leið okkur vel," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir 5-1 sigur gegn ÍBV í Bestu deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 5 -  1 ÍBV

„Ég held að úrslitin gefi rétta mynd af leiknum. Við vildum nýta svæðin. Við erum að verða betri í því að hreyfa boltann í þröngum svæðum og það er meira sjálfstraust í liðinu. Það sást í dag. ÍBV er mjög skipulagt lið en það er hægt að finna svæði og við nýttum okkur þau."

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir er mætt aftur eftir meiðsli. Hún átti sannkallaðan stórleik í kvöld.

„Við höfum saknað hennar. Hún er stór og sterk, hún gefur okkur þann möguleika að halda betur í boltann. Hún er hægt og rólega að komast inn í hlutina. Hún er enn langt frá sínu besta, en hún skorar samt og leggur upp. Ég get ekki kvartað yfir því."

Katla Tryggvadóttir, sem er fædd árið 2005, var einnig mjög öflug í dag. Báðar komu þær úr Val.

„Við erum að gefa ungum leikmönnum tækifæri og það heillar. Mér er sama hversu gamlar þær eru, ef þær eru nógar góðar þá spila þær. Upp á það bjóðum við hérna."

Þróttur er bara þremur stigum frá Breiðabliki núna í baráttunni um Meistaradeildarsætin.

„Við viljum bara gera betur en á síðasta ári. Við fengum 29 stig og erum með 25 stig núna. Ef við endum þetta mót ekki skelfilega þá verður allt í lagi," sagði Nik en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner