Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   þri 16. ágúst 2022 20:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nik ánægður: Ég get ekki kvartað yfir því
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.
Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frekar 'sloppy' um tíma eftir að þær jöfnuðu en svo leið okkur vel," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir 5-1 sigur gegn ÍBV í Bestu deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 5 -  1 ÍBV

„Ég held að úrslitin gefi rétta mynd af leiknum. Við vildum nýta svæðin. Við erum að verða betri í því að hreyfa boltann í þröngum svæðum og það er meira sjálfstraust í liðinu. Það sást í dag. ÍBV er mjög skipulagt lið en það er hægt að finna svæði og við nýttum okkur þau."

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir er mætt aftur eftir meiðsli. Hún átti sannkallaðan stórleik í kvöld.

„Við höfum saknað hennar. Hún er stór og sterk, hún gefur okkur þann möguleika að halda betur í boltann. Hún er hægt og rólega að komast inn í hlutina. Hún er enn langt frá sínu besta, en hún skorar samt og leggur upp. Ég get ekki kvartað yfir því."

Katla Tryggvadóttir, sem er fædd árið 2005, var einnig mjög öflug í dag. Báðar komu þær úr Val.

„Við erum að gefa ungum leikmönnum tækifæri og það heillar. Mér er sama hversu gamlar þær eru, ef þær eru nógar góðar þá spila þær. Upp á það bjóðum við hérna."

Þróttur er bara þremur stigum frá Breiðabliki núna í baráttunni um Meistaradeildarsætin.

„Við viljum bara gera betur en á síðasta ári. Við fengum 29 stig og erum með 25 stig núna. Ef við endum þetta mót ekki skelfilega þá verður allt í lagi," sagði Nik en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner