Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   þri 16. ágúst 2022 20:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nik ánægður: Ég get ekki kvartað yfir því
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.
Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frekar 'sloppy' um tíma eftir að þær jöfnuðu en svo leið okkur vel," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir 5-1 sigur gegn ÍBV í Bestu deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 5 -  1 ÍBV

„Ég held að úrslitin gefi rétta mynd af leiknum. Við vildum nýta svæðin. Við erum að verða betri í því að hreyfa boltann í þröngum svæðum og það er meira sjálfstraust í liðinu. Það sást í dag. ÍBV er mjög skipulagt lið en það er hægt að finna svæði og við nýttum okkur þau."

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir er mætt aftur eftir meiðsli. Hún átti sannkallaðan stórleik í kvöld.

„Við höfum saknað hennar. Hún er stór og sterk, hún gefur okkur þann möguleika að halda betur í boltann. Hún er hægt og rólega að komast inn í hlutina. Hún er enn langt frá sínu besta, en hún skorar samt og leggur upp. Ég get ekki kvartað yfir því."

Katla Tryggvadóttir, sem er fædd árið 2005, var einnig mjög öflug í dag. Báðar komu þær úr Val.

„Við erum að gefa ungum leikmönnum tækifæri og það heillar. Mér er sama hversu gamlar þær eru, ef þær eru nógar góðar þá spila þær. Upp á það bjóðum við hérna."

Þróttur er bara þremur stigum frá Breiðabliki núna í baráttunni um Meistaradeildarsætin.

„Við viljum bara gera betur en á síðasta ári. Við fengum 29 stig og erum með 25 stig núna. Ef við endum þetta mót ekki skelfilega þá verður allt í lagi," sagði Nik en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir