Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
banner
   þri 16. ágúst 2022 20:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nik ánægður: Ég get ekki kvartað yfir því
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.
Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frekar 'sloppy' um tíma eftir að þær jöfnuðu en svo leið okkur vel," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir 5-1 sigur gegn ÍBV í Bestu deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 5 -  1 ÍBV

„Ég held að úrslitin gefi rétta mynd af leiknum. Við vildum nýta svæðin. Við erum að verða betri í því að hreyfa boltann í þröngum svæðum og það er meira sjálfstraust í liðinu. Það sást í dag. ÍBV er mjög skipulagt lið en það er hægt að finna svæði og við nýttum okkur þau."

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir er mætt aftur eftir meiðsli. Hún átti sannkallaðan stórleik í kvöld.

„Við höfum saknað hennar. Hún er stór og sterk, hún gefur okkur þann möguleika að halda betur í boltann. Hún er hægt og rólega að komast inn í hlutina. Hún er enn langt frá sínu besta, en hún skorar samt og leggur upp. Ég get ekki kvartað yfir því."

Katla Tryggvadóttir, sem er fædd árið 2005, var einnig mjög öflug í dag. Báðar komu þær úr Val.

„Við erum að gefa ungum leikmönnum tækifæri og það heillar. Mér er sama hversu gamlar þær eru, ef þær eru nógar góðar þá spila þær. Upp á það bjóðum við hérna."

Þróttur er bara þremur stigum frá Breiðabliki núna í baráttunni um Meistaradeildarsætin.

„Við viljum bara gera betur en á síðasta ári. Við fengum 29 stig og erum með 25 stig núna. Ef við endum þetta mót ekki skelfilega þá verður allt í lagi," sagði Nik en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner