Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   þri 16. ágúst 2022 20:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nik ánægður: Ég get ekki kvartað yfir því
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.
Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frekar 'sloppy' um tíma eftir að þær jöfnuðu en svo leið okkur vel," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir 5-1 sigur gegn ÍBV í Bestu deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 5 -  1 ÍBV

„Ég held að úrslitin gefi rétta mynd af leiknum. Við vildum nýta svæðin. Við erum að verða betri í því að hreyfa boltann í þröngum svæðum og það er meira sjálfstraust í liðinu. Það sást í dag. ÍBV er mjög skipulagt lið en það er hægt að finna svæði og við nýttum okkur þau."

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir er mætt aftur eftir meiðsli. Hún átti sannkallaðan stórleik í kvöld.

„Við höfum saknað hennar. Hún er stór og sterk, hún gefur okkur þann möguleika að halda betur í boltann. Hún er hægt og rólega að komast inn í hlutina. Hún er enn langt frá sínu besta, en hún skorar samt og leggur upp. Ég get ekki kvartað yfir því."

Katla Tryggvadóttir, sem er fædd árið 2005, var einnig mjög öflug í dag. Báðar komu þær úr Val.

„Við erum að gefa ungum leikmönnum tækifæri og það heillar. Mér er sama hversu gamlar þær eru, ef þær eru nógar góðar þá spila þær. Upp á það bjóðum við hérna."

Þróttur er bara þremur stigum frá Breiðabliki núna í baráttunni um Meistaradeildarsætin.

„Við viljum bara gera betur en á síðasta ári. Við fengum 29 stig og erum með 25 stig núna. Ef við endum þetta mót ekki skelfilega þá verður allt í lagi," sagði Nik en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner