Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 16. ágúst 2022 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Sevilla missir af Kehrer og kaupir Nianzou í staðinn
Nianzou með liðsfélaga sínum og samlanda Dayot Upamecano.
Nianzou með liðsfélaga sínum og samlanda Dayot Upamecano.
Mynd: EPA

Sevilla tapaði fyrir West Ham í kapphlaupinu um þýska miðvörðinn Thilo Kehrer sem hefur verið leikmaður PSG undanfarin fjögur ár.


Sevilla hefur því ákveðið að snúa sér að Tanguy Nianzou, frönskum miðverði FC Bayern.

Nianzou er aðeins 20 ára gamall og hefur verið í mikilvægu hlutverki upp yngri landslið Frakka. Hann leikur með U20 liðinu sem stendur og ólst upp hjá PSG áður en hann skipti yfir til Bayern.

Varnarmaðurinn ungi á 13 leiki að baki fyrir PSG og 28 fyrir Bayern.

Sevilla mun koma til með að borga 20 milljónir evra fyrir miðvörðinn en Bayern hefur endurkaupsrétt á honum.

Nianzou skrifar undir fimm ára samning við Sevilla og er annar miðvörðurinn sem félagið krækir sér í þetta sumarið eftir komu Marcao frá Galatasaray. Þeir eiga að fylla í skörðin sem Diego Carlos og Jules Koundé skildu eftir þegar þeir voru seldir til Aston Villa og Barcelona.


Athugasemdir
banner
banner
banner