Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. september 2019 18:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Birkir til Kaupmannahafnar? - Áhugi frá Danmörku
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason er enn án félags. Í danska fjölmiðlinum B.T. í dag er greint frá áhuga frá dönskum félögum á íslenska landsliðsmanninum.

Vísir.is vakti athygli á þessum fregnum.

Þrátt fyrir að hafa verið félagslaus frá því snemma í ágúst, þegar hann gerði starfslokasamning við Aston Villa, þá byrjaði Birkir báða landsleiki Íslands í síðasta landsliðsverkefni; í 3-0 sigri gegn Moldóvu og 4-2 tapi gegn Albaníu.

Sagt var frá því á dögunum að Birkir væri með tilboð frá Spal og Genoa á Ítalíu. Núna er víst áhugi á honum frá Danmörku.

B.T. segir frá því að þrjú eða fjögur félög í dönsku úrvalsdeildinni hafi áhuga á Birki - þar á meðal eru ríkjandi meistarar FC Kaupmannahöfn og liðið sem hafnaði í öðru sæti á síðustu leiktíð, Midtjylland.

Tíminn er ekki að vinna með Birki og gæti hann leitað til Norðurlanda og samið við félag í Danmörku, Svíþjóð eða Noregi.

„Það er búinn að vera mjög mikill áhugi og ég gæti verið kominn með lið eins og staðan er í dag. Við ákváðum að bíða aðeins með það," sagði Birkir er hann ræddi við Fótbolta.net í byrjun september.

„Ég var kominn með samning og búinn að semja og allt var klárt en það gekk ekki upp í þetta skipti," sagði Birkir einnig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner