Óskar Bragason er hættur þjálfun Magna á Grenivík en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í dag.
Samningur Óskars rann út eftir lok nýafstaðins tímabils og hefur hann því formlega lokið störfum sem þjálfari félagsins.
Óskar tók við Magna á miðju tímabili árið 2022 en tókst ekki að bjarga liðinu frá falli úr 2. deild.
Á síðasta ári hafnaði liðið síðan í 7. sæti 3. deildar með 28 stig en náði ágætis bætingu í sumar með því að sækja 33 stig og hafna í 5. sæti.
„Stjórn Íþróttafélagsins Magna þakkar Óskari fyrir afar góð störf
í þágu félagsins og óskum við honum velfarnaðar og góðs gengis í því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni,“ segir í tilkynningu Magna í dag.
Félagið mun hefja leit að nýjum þjálfara á næstu vikum.
Athugasemdir