Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 16. september 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Táningurinn Endrick búinn að gifta sig
Endrick.
Endrick.
Mynd: Getty Images
Endrick, 18 ára gamall fótboltamaður hjá Real Madrid, hefur opinberað það að hann sé búinn að gifta sig.

Sú heppna heitir Gabriely Mirandy en hún og Endrick hafa verið í sambandi í minna en eitt ár. Hún er þremur árum eldri en fótboltamaðurinn og starfar sem áhrifavaldur.

Parið deildi af sér brúðkaupsmyndum á samfélagsmiðlum.

Endrick gekk í raðir Real Madrid í sumar frá Palmeiras í heimalandinu. Félagaskiptin höfðu legið lengi í loftinu en Endrick er ein mesta vonarstjarna Brasilíu.

Endrick hefur ekki verið í mjög stóru hlutverk í byrjun tímabilsins þar sem sóknarlína Madrídinga er gríðarlega vel mönnuð en miklar vonir eru bundnar við hann fyrir framtíðina.



Athugasemdir
banner
banner