Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 16. október 2020 09:44
Elvar Geir Magnússon
Solskjær: Þeir reyna að skapa sundrung hjá okkur
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að gagnrýnendur séu að reyna að skapa sundrung hjá félaginu.

Hann var spurður út í sögusagnir um að hann hafi lent í rifrildi við miðjumanninn Bruno Fernandes eftir 6-1 skellinn gegn Tottenham.

Fernandes hefur hafnað sögusögnunum og Solskjær tekur í sama streng og talar um uppspuna.

„Bruno svaraði þessu vel, við erum sameinaðir og þurfum að standa saman. Þeir að utan vilja búa til óeiningu," segir Solskjær.

Solskjær er væntanlega að tala um umfjallanir fjölmiðla að undanförnu, um meint rifrildi við Fernandes og vangaveltur um að Mauricio Pochettino gæti tekið við stjórnartaumunum.

„Við getum ekki hlustað á alla fyrir utan. Bruno hefur tapað tveimur deildarleikjum síðan hann kom til félagsins í febrúar. Hann er ekki vanur því að tapa. Svona gerist þegar við töpum. Velkominn til Manchester United," segir Solskjær.
Athugasemdir
banner
banner
banner