Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 15. október 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Fernandes segist ekki hafa gagnrýnt Solskjær eða liðsfélaga
Mynd: Getty Images
Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, hefur blásið á sögusagnir þess efnis að hann hafi rifist við liðsfélaga sína og Ole Gunnar Solskjær eftir 6-1 tapið gegn Tottenham á dögunum. Fjölmiðlar í Portúgal hafa sagt frá því undanfarið að Fernandes hafi látið hressilega í sér heyra í hálfleik og eftir leik í umræddum leik.

„Það hafa verið miklar vangaveltur undanfarið um þetta. Fyrst sögðu fjölmiðlar að ég hefði rifist við liðsfélaga mína en af því að það seldi ekki nógu vel þá var það liðsfélagi minn (Victor Lindelöf). Það virkaði ekki heldur og þá var sagt að þetta hefði verið Solskjær. Ég held að menn hafi bara verið að reyna að trufla hópinn," sagði Fernandes.

Fernandes var tekinn af velli í hálfleik þegar United var 4-1 undir en hann segist virða þá ákvörðun Solskjær. Hann segist ekki hafa rifist við Norðmanninn.

„Það sem er sagt er alls ekki satt því ég var tekinn af velli í hálfleik af taktískum ástæðum," sagði Fernandes.

„Þegar þjálfarinn sagði við mig að leiknum væri lokið hjá mér og að það væru margir leikir framundan þá skildi ég það auðvitað. Ég var ekki ánægður með að fara af velli en ég sagði ekkert sem hefði getað skaðað hópinn."

„Eftir leikinn sendi þjálfarinn mér skilaboð og óskaði mér góðs gengis með landsliðinu. Hann spurði mig og tvo eða þrjá aðra leikmenn hvort við vildum segja eitthvað til að sýna hópnum stuðning en enginn vildi gera það því að við töldum það ekki vera besta augnablikið í þetta."

Athugasemdir
banner
banner