Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 16. október 2021 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Hægri bakvörður Lille á leið til Atlético
Zeki Celik í leik með Lille
Zeki Celik í leik með Lille
Mynd: EPA
Zeki Celik, leikmaður Lille í Frakklandi, mun að öllum líkindum ganga í raðir spænska félagsins Atlético Madríd eftir tímabilið en þetta kemur fram í spænska miðlinum La Razon.

Celik er 24 ára gamall hægri bakvörður og kemur frá Tyrklandi en hann verður samningslaus næsta sumar.

Hann var frábær er Lille vann frönsku deildina á síðustu leiktíð og hafa mörg af bestu félögum Evrópu sóst eftir kröftum hans.

Samkvæmt La Razon er Celik búinn að ákveða næsta áfangastað en hann hefur gert munnlegt samkomulag við Atlético Madríd.

Hann mun gera fjögurra ára samning við Atlético og ganga til félagsins næsta sumar á frjálsri sölu.
Athugasemdir
banner
banner
banner