Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   mán 16. október 2023 13:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Hrafn: Auðvelt að samþykkja þegar tilboðið kom
Mynd: Haugesund
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í tilkynningu norska félagsins Haugesund í dag, þar sem tilkynnt er um ráðningu á Óskari Hrafni Þorvaldsssyni sem verðandi þjálfara félagsins, tjáir Óskar sig um félagið, síðustu viku, norskan fótbolta og hugmyndafræði sína.

Óskar tekur við sem þjálfari liðsins eftir að tímabilinu 2023 lýkur og skrifar hann undir samning sem gildir til 2026. Óskar var látinn fara frá Breiðabliki fyrr í þessum mánuði eftir fjögur ár hjá félaginu. Þar á undan hafði hann stýrt Gróttu upp um tvær deildir og var árið 2019 valinn þjálfari ársins

„Ég fékk góða mynd af FK Haugesund eftir að hafa rætt við Eirik Opedal, Martin Fauskanger og Christoffer Falkeid, sú mynd styrktist eftir að ég kom hingað í síðustu viku til að heilsa upp á nokkra starfsmenn og fékk um leið að skoða aðstöðuna sem klúbburinn hefur til umráða. Ég sé mjög mikla möguleika hér og það gerði það að verkum að það var auðveld ákvörðun fyrir mig að samþykkja þegar tilboðið kom," sagði Óskar.

Óskar lék á sínum tíma með Strömsgodset og hefur hann fylgst með norskum fótbolta.

„Ég fylgist nokkuð vel með norska boltanum þar sem við seldum leikmenn frá mínu gamla félagi til Noregs," sagði Óskar og kemur þar inn á að þeir Brynjólfur Andersen Willumsson og Ísak Snær Þorvaldsson voru seldir frá Breiðabliki til Noregs í þjálfaratíð hans hjá Blikum.

„Auk þess hef ég fylgst sérstaklega með Strömsgodset síðan ég spilaði með félaginu á tíunda áratugnum. Svo hefur maður auðvitað kynnst þróuninni sem hefur átt sér stað hjá Bodö/Glimt undanfarin ár. Deildin hér í Noregi er mun sterkari en á Íslandi, með háu tempói og sóknarþenkjandi leikstíls marga liða. Ég held að það ætti að henta minni hugmyndafræði vel."

„Það er hægt að brjóta hugmyndafræði mína niður í mikla ákefð, hápressu og mikla vinnu. Auk þess eru liðin mín mjög sókndjörf. Ég vil spila jákvæðan fótbolta sem er á milli þess að halda boltanum þegar nauðsyn krefur og vera beinskeyttari í öðrum aðstæðum,"
segir Óskar.
Athugasemdir
banner
banner
banner