
Elías Rafn Ólafsson fékk tækifærið í markinu í kvöld. Rúnar Alex Rúnarsson, sem hefur verið aðalmarkvörður liðsins síðustu tvö ár fékk hvíldina, en margir furðuðu sig á því að Hákon Rafn Valdimarsson hafi ekki fengið tækifærið, en Åge Hareide, þjálfari landsliðsins, útskýrði val sitt.
Lestu um leikinn: Ísland 4 - 0 Liechtenstein
Áður en Rúnar Alex var gerður að aðalmarkverði liðsins í mars á síðasta ári var Elías Rafn búinn að negla niður sætið.
Handleggsbrot varð til þess að hann missti stöðuna til Rúnars sem er nú álitinn sem aðalmarkvörður.
Í kvöld fékk Rúnar hvíld og stóð því valið á milli Elíasar og Hákonar, en sá síðari hefur verið að gera stórkostlega hluti með Elfsborg í Svíþjóð og er langbesti leikmaður deildarinnar á meðan Elías hefur verið að gera ágæta hluti með portúgalska B-deildarliðinu CD Mafra, á láni frá Midtjylland.
16.10.2023 13:59
Elías sagður byrja í kvöld - „Hákon Rafn hlýtur að vera að þungt hugsi“
Elías var valinn fram yfir Hákon að þessu sinni, en hann valdi landsliðsreynsluna fyrir þennan leik.
„Ég talaði við Fjalar [markmannsþjálfara landsliðsins] um að leyfa öðrum þeirra að spila. Rúnar hefur verið stöðugur og spilað alla leiki, en nú er komin upp sú staða að Rúnar er ekki að spila reglulega hjá Cardiff á meðan Elías er að spila mjög vel með Mafra. Ég veit að þeir sýna ekki leiki úr þessari deild í íslensku sjónvarpi, en ég hef séð hann spila og sömuleiðis Hákon sem er að spila mjög vel með Elfsborg.“
„Þetta var mjög erfitt því Hákon hefur gert frábærlega fyrir Elfsborg og ég hef sent njósnara til að fylgjast með honum og hann er að mæla með því að ég spili honum. Ég hef sjálfur séð leiki með Elfsborg og hann hefur verið góður, en Elías er með aðeins meiri reynslu með landsliðinu en Hákon og því ákváðum við að velja Elías í þetta sinn,“ sagði Hareide.
Athugasemdir