Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
   mið 16. október 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Martínez hrósar Clarke: Spila eins og félagslið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Portúgal gerði markalaust jafntefli í Skotlandi í Þjóðadeildinni í gærkvöldi og svaraði Roberto Martínez landsliðsþjálfari spurningum að leikslokum.

Hann var ekki ósáttur með frammistöðu sinna manna þó hann hafi viðurkennt að hún hefði getað verið betri og hrósaði Steve Clarke, landsliðsþjálfara Skota, í hástert.

„Clarke er að búa til landslið sem spilar eins og félagslið. Það er mjög stórt hrós. Allir í liðinu eru að vinna fyrir hvorn annan og þekkja sín hlutverk. Þeir eru hugrakkir í vörn og geta beitt hröðum skyndisóknum.

„Clarke og teymið hans eiga hrós skilið fyrir starfið sem þeir eru að vinna fyrir skoska landsliðið."


Portúgalir eru komnir með tíu stig eftir fjórar fyrstu umferðirnar í Þjóðadeildinni í haust, en þetta er í fyrsta sinn sem liðið misstígur sig hingað til.
Athugasemdir
banner
banner