Búið er að opinbera landsliðshópinn fyrir leiki karlalandsliðsins gegn Aserbaísjan og Úkraínu í undankeppni HM opinberaður. Klukkan 13:15 hefst svo blaðamannafundur landsliðsþjálfarans Arnars Gunnlaugssonar.
Fótbolti.net verður á staðnum og fylgist með gangi mála.
Eftir síðustu leiki varð ljóst að það yrði að minnsta kosti ein breyting á hópnum þar sem Sævar Atli Magnússon meiddist á hnéi í leiknum gegn Frökkum í síðasta mánuði. Þórir Jóhann Helgason er ekki heldur með í þessu verkenfi og inn koma þeir Jóhann Berg Guðmundsson og Hörður Björgvin Magnússon.
Fótbolti.net verður á staðnum og fylgist með gangi mála.
Eftir síðustu leiki varð ljóst að það yrði að minnsta kosti ein breyting á hópnum þar sem Sævar Atli Magnússon meiddist á hnéi í leiknum gegn Frökkum í síðasta mánuði. Þórir Jóhann Helgason er ekki heldur með í þessu verkenfi og inn koma þeir Jóhann Berg Guðmundsson og Hörður Björgvin Magnússon.
Í Þungavigtinni í dag var sagt frá því að Jóhann Berg Guðmundsson yrði í hópnum. Hann var kallaður inn í fyrsta landsliðshóp Arnars og meiddist svo á landsliðsæfingu fyrir vináttuleikina í sumar og hefur ekkert spilað undir stjórn Arnars. Hann á að baki 99 landsleiki og gæti spilað sinn 100. leik í komandi landsleikjaglugga.
13:29
Fundi lokið
Takk fyrir samfylgdina í dag!
Fréttir verða skrifaðar úr svörum Arnars og þau birt á síðunni seinna í dag.
Eyða Breyta
Fundi lokið
Takk fyrir samfylgdina í dag!
Fréttir verða skrifaðar úr svörum Arnars og þau birt á síðunni seinna í dag.
Eyða Breyta
13:28
Mikilvægt stig
Arnar talaði í lokin um leikina tvo, hrósaði liði sínu fyrir að hafa náð að aðlagast öllum aðstæðum sem hafa komið upp til þessa.
Hann talar um að þar sem Ísland náði stigi gegn Frökkum í síðasta leik þurfi Frakkar að leggja allt í að vinna Úkraínu í leiknum sem er framundan.
Eyða Breyta
Mikilvægt stig
Arnar talaði í lokin um leikina tvo, hrósaði liði sínu fyrir að hafa náð að aðlagast öllum aðstæðum sem hafa komið upp til þessa.
Hann talar um að þar sem Ísland náði stigi gegn Frökkum í síðasta leik þurfi Frakkar að leggja allt í að vinna Úkraínu í leiknum sem er framundan.
Eyða Breyta
13:24
Þórir Jóhann dettur út
,,Okkur fannst vanta meira jafnvægi inn í varnarleikinn, tökum frekar Hörð Björgvin inn, viljum vera vel vopnaðir í öllum stöðum."
,,Leiðinlegt fyrir Þóri, hann er lítið búinn að spila fyrir sitt félagslið. Það væri æskilegt að hann fengi fleiri mínútur."
Eyða Breyta
Þórir Jóhann dettur út
,,Okkur fannst vanta meira jafnvægi inn í varnarleikinn, tökum frekar Hörð Björgvin inn, viljum vera vel vopnaðir í öllum stöðum."
,,Leiðinlegt fyrir Þóri, hann er lítið búinn að spila fyrir sitt félagslið. Það væri æskilegt að hann fengi fleiri mínútur."
Eyða Breyta
13:21
Öðruvísi leikur í Aserbaísjan
Arnar býst við öðruvísi leik en í fyrri leiknum gegn Aserbaísjan.
Hann segir að það þurfi að vinna leikinn, hann verði ekki auðveldur og það þurfi að sýna leiknum virðingu.
Eyða Breyta
Öðruvísi leikur í Aserbaísjan
Arnar býst við öðruvísi leik en í fyrri leiknum gegn Aserbaísjan.
Hann segir að það þurfi að vinna leikinn, hann verði ekki auðveldur og það þurfi að sýna leiknum virðingu.
Eyða Breyta
13:20
Langt í Orra Stein
Arnar segir að það sé talsvert langt í að fyrirliðinn, Orri Steinn Óskarsson, snúi aftur á völlinn. Það verði jafnvel ekki fyrr en seinni hluta desember eða í janúar.
Eyða Breyta
Langt í Orra Stein
Arnar segir að það sé talsvert langt í að fyrirliðinn, Orri Steinn Óskarsson, snúi aftur á völlinn. Það verði jafnvel ekki fyrr en seinni hluta desember eða í janúar.
Eyða Breyta
13:19
Freistandi að velja Viktor Bjarka
,,Það er alltaf freistandi að velja unga og efnilega leikmenn."
Miðað við svar Arnars verður Viktor líklega í U21 landsliðinu.
Eyða Breyta
Freistandi að velja Viktor Bjarka
,,Það er alltaf freistandi að velja unga og efnilega leikmenn."
Miðað við svar Arnars verður Viktor líklega í U21 landsliðinu.
Eyða Breyta
13:17
Arnar um Hörð Björgvin
Hann fær inn auka varnarmann.
,,Það fannst vanta inn smá ,,hvað ef" menn í varnarlínuna. Ef t.d. Daníel Leó meiðist þá erum við með mann kláran í það. Hópurinn í dag er í virkilega góðu jafnvægi."
Eyða Breyta
Arnar um Hörð Björgvin
Hann fær inn auka varnarmann.
,,Það fannst vanta inn smá ,,hvað ef" menn í varnarlínuna. Ef t.d. Daníel Leó meiðist þá erum við með mann kláran í það. Hópurinn í dag er í virkilega góðu jafnvægi."
Eyða Breyta
13:16
Arnar um Jóhann Berg
Þurfti að hreinsa loftið?
,,Ég tjáði honum að hann yrði valinn í hópinn og hann var bara gríðarlega ánægður með það."
Arnar sér fyrir sér að Jóhann berjist um stöðu hægri kantmanns og komi með mikilvæga reynslu úr stórum leikjum. Arnar segir að það sé allt öðruvísi að spila útileiki en heimaleiki.
,,Fyrst og fremst veljum við leikmenn sem henta hvaða verkefni fyrir sig og hann hentar þessu verkefni gríðarlega vel."
Eyða Breyta
Arnar um Jóhann Berg
Þurfti að hreinsa loftið?
,,Ég tjáði honum að hann yrði valinn í hópinn og hann var bara gríðarlega ánægður með það."
Arnar sér fyrir sér að Jóhann berjist um stöðu hægri kantmanns og komi með mikilvæga reynslu úr stórum leikjum. Arnar segir að það sé allt öðruvísi að spila útileiki en heimaleiki.
,,Fyrst og fremst veljum við leikmenn sem henta hvaða verkefni fyrir sig og hann hentar þessu verkefni gríðarlega vel."
Eyða Breyta
13:15
Fundur hafinn
Arnar Gunnlaugsson er búinn að koma sér fyrir í sæti sínu. Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, byrjar á því að segja frá praktískum atriðum eins og miðasölu. Hægt er að kaupa miða í gegnum heimasíðu KSÍ.
Eyða Breyta
Fundur hafinn
Arnar Gunnlaugsson er búinn að koma sér fyrir í sæti sínu. Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, byrjar á því að segja frá praktískum atriðum eins og miðasölu. Hægt er að kaupa miða í gegnum heimasíðu KSÍ.
Eyða Breyta
13:08
Miðjumaður og varnarmaður inn
Fyrir sóknarmann og miðjumann. Sævar Atli er sóknarmaður og Þórir Jóhann er miðjumaður.
Jóhann Berg er miðju- eða kantmaður og Hörður Björgvin er örvfættur miðvörður sem getur líka spilað sem bakvörður.
Eyða Breyta
Miðjumaður og varnarmaður inn
Fyrir sóknarmann og miðjumann. Sævar Atli er sóknarmaður og Þórir Jóhann er miðjumaður.
Jóhann Berg er miðju- eða kantmaður og Hörður Björgvin er örvfættur miðvörður sem getur líka spilað sem bakvörður.
Eyða Breyta
13:05
Tvær breytingar frá síðasta hóp
Jóhann Berg Guðmundsson og Hörður Björgvin Magnússon koma inn í hópinn. Sævar Atli er eins og fyrr segir meiddur og Þórir Jóhann Helgason er ekki valinn.
Eyða Breyta
Tvær breytingar frá síðasta hóp
Jóhann Berg Guðmundsson og Hörður Björgvin Magnússon koma inn í hópinn. Sævar Atli er eins og fyrr segir meiddur og Þórir Jóhann Helgason er ekki valinn.
Eyða Breyta
13:04
Hópurinn!
Markverðir
Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 11 leikir
Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford F.C. - 20 leikir
Anton Ari Einarsson - Breiðablik - 2 leikir
Útileikmenn
Logi Tómasson - Samsunspor - 12 leikir, 1 mark
Mikael Egill Ellertsson - Genoa CFC - 25 leikir, 2 mörk
Daníel Leó Grétarsson - SonderjyskE Fodbold - 28 leikir
Hörður Björgvin Magnússon - Levadiakos F.C. - 50 leikir, 2 mörk
Aron Einar Gunnarsson - Al-Gharafa SC - 107 leikir, 5 mörk
Sverrir Ingi Ingason - Panathinaikos F.C. - 63 leikir, 3 mörk
Guðlaugur Victor Pálsson - AC Horsens - 54 leikir, 5 mörk
Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC - 7 leikir
Gísli Gottskálk Þórðarson - Lech Poznan - 1 leikur
Ísak Bergmann Jóhannesson - 1. FC Köln - 39 leikir, 6 mörk
Hákon Arnar Haraldsson - LOSC Lille - 26 leikir, 3 mörk
Andri Fannar Baldursson - Kasimpasa S.K. - 10 leikir
Stefán Teitur Þórðarson - Preston North End F.C. - 33 leikir, 1 mark
Jón Dagur Þorsteinsson - Hertha BSC - 50 leikir, 6 mörk
Kristian Nökkvi Hlynsson - FC Twente - 8 leikir, 2 mörk
Jóhann Berg Guðmundsson - Al Dhafra - 99 leikir, 8 mörk
Mikael Neville Anderson - Djurgardens IF - 37 leikir, 2 mörk
Andri Lucas Guðjohnsen - Blackburn Rovers F.C. - 37 leikir, 10 mörk
Brynjólfur Andersen Willumsson - FC Groningen - 5 leikir, 1 mark
Albert Guðmundsson - ACF Fiorentina - 44 leikir, 13 mörk
Daníel Tristan Guðjohnsen - Malmö FF - 3 leikir
Eyða Breyta
Hópurinn!
Markverðir
Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 11 leikir
Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford F.C. - 20 leikir
Anton Ari Einarsson - Breiðablik - 2 leikir
Útileikmenn
Logi Tómasson - Samsunspor - 12 leikir, 1 mark
Mikael Egill Ellertsson - Genoa CFC - 25 leikir, 2 mörk
Daníel Leó Grétarsson - SonderjyskE Fodbold - 28 leikir
Hörður Björgvin Magnússon - Levadiakos F.C. - 50 leikir, 2 mörk
Aron Einar Gunnarsson - Al-Gharafa SC - 107 leikir, 5 mörk
Sverrir Ingi Ingason - Panathinaikos F.C. - 63 leikir, 3 mörk
Guðlaugur Victor Pálsson - AC Horsens - 54 leikir, 5 mörk
Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC - 7 leikir
Gísli Gottskálk Þórðarson - Lech Poznan - 1 leikur
Ísak Bergmann Jóhannesson - 1. FC Köln - 39 leikir, 6 mörk
Hákon Arnar Haraldsson - LOSC Lille - 26 leikir, 3 mörk
Andri Fannar Baldursson - Kasimpasa S.K. - 10 leikir
Stefán Teitur Þórðarson - Preston North End F.C. - 33 leikir, 1 mark
Jón Dagur Þorsteinsson - Hertha BSC - 50 leikir, 6 mörk
Kristian Nökkvi Hlynsson - FC Twente - 8 leikir, 2 mörk
Jóhann Berg Guðmundsson - Al Dhafra - 99 leikir, 8 mörk
Mikael Neville Anderson - Djurgardens IF - 37 leikir, 2 mörk
Andri Lucas Guðjohnsen - Blackburn Rovers F.C. - 37 leikir, 10 mörk
Brynjólfur Andersen Willumsson - FC Groningen - 5 leikir, 1 mark
Albert Guðmundsson - ACF Fiorentina - 44 leikir, 13 mörk
Daníel Tristan Guðjohnsen - Malmö FF - 3 leikir
Eyða Breyta
12:44
Umspilið
Umspilið fyrir HM, fyrir liðin enda í 2. sæti í riðlunum í undankeppninni og þau lið sem komast í gegnum Þjóðadeildinni, verður spilað í mars.
Dregið verður í umspilið eftir að undankeppninni líkur. Í umspilinu verður að vinna tvo leiki - undanúrslit og úrslit - til þess að komast á HM.
Eyða Breyta
Umspilið
Umspilið fyrir HM, fyrir liðin enda í 2. sæti í riðlunum í undankeppninni og þau lið sem komast í gegnum Þjóðadeildinni, verður spilað í mars.
Dregið verður í umspilið eftir að undankeppninni líkur. Í umspilinu verður að vinna tvo leiki - undanúrslit og úrslit - til þess að komast á HM.
Eyða Breyta
11:47
Hvernig hafa leikirnir farið?
Ísland tapaði 3-5 gegn Úkraínu í fyrri leiknum í síðasta mánuði og gerði svo 2-2 jafntefli gegn Frökkum. Báðir leikirnir voru spilaðir á Laugardalsvelli.
Í september vann íslenska liðið 5-0 sigur á Aserbaísjan á Laugaralsvelli og tapaði naumlega 2-1 á Prinsavöllum í París gegn Frökkum.
Staðan í riðlinum
1. Frakkland 10 stig +6
2. Úkraína 7 stig +1
3. Ísland 4 stig +2
4. Aserbaísjan 1 stig -9
Eyða Breyta
Hvernig hafa leikirnir farið?
Ísland tapaði 3-5 gegn Úkraínu í fyrri leiknum í síðasta mánuði og gerði svo 2-2 jafntefli gegn Frökkum. Báðir leikirnir voru spilaðir á Laugardalsvelli.
Í september vann íslenska liðið 5-0 sigur á Aserbaísjan á Laugaralsvelli og tapaði naumlega 2-1 á Prinsavöllum í París gegn Frökkum.
Staðan í riðlinum
1. Frakkland 10 stig +6
2. Úkraína 7 stig +1
3. Ísland 4 stig +2
4. Aserbaísjan 1 stig -9
Eyða Breyta
11:39
Góður möguleiki á umspilssæti
Ísland spilar gegn Aserbaísjan í Bakú fimmtudaginn 13. nóvember og gegn Úkraínu í Varsjá sunnudaginn 16. nóvember.
Ísland þarf að fá að minnsta kosti þremur stigum meira en Úkraína í næstu tveimur leikjum til að ná öðru sæti. Efsta sæti riðilsins fer beint á HM en liðin í öðru sæti fer í umspil um farmiða á HM.
Úkraína er með sjö stig og Ísland fjögur eftir fjóra leiki. Úkraína mætir Frökkum í Frakklandi í fyrri leik sínum.
Ef lið enda jöfn er það markatalan sem gildir og fyrir lokaleikina er Ísland með einu marki betri markatölu en Úkraína.
Eyða Breyta
Góður möguleiki á umspilssæti
Ísland spilar gegn Aserbaísjan í Bakú fimmtudaginn 13. nóvember og gegn Úkraínu í Varsjá sunnudaginn 16. nóvember.
Ísland þarf að fá að minnsta kosti þremur stigum meira en Úkraína í næstu tveimur leikjum til að ná öðru sæti. Efsta sæti riðilsins fer beint á HM en liðin í öðru sæti fer í umspil um farmiða á HM.
Úkraína er með sjö stig og Ísland fjögur eftir fjóra leiki. Úkraína mætir Frökkum í Frakklandi í fyrri leik sínum.
Ef lið enda jöfn er það markatalan sem gildir og fyrir lokaleikina er Ísland með einu marki betri markatölu en Úkraína.
Eyða Breyta
11:35
Ljóst að það verður að minnsta kosti ein breyting
Sævar Atli Magnússon meiddist á hné í leik Íslands gegn Frakklandi í síðasta mánuði og verður frá næstu mánuðina. Arnar hefur verið að velja 24 manna hópa og ef hann heldur því áfram er ljóst að það verður að minnsta kosti eitt nýtt nafn í hópnum frá síðasta landsliðsvali.
Kári Snorrason, fréttamaður Fótbolta.net, skoðaði á dögunum mögulegar breytingar á hópnum.
Úr fréttinni á mánudag:
Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson er ekki byrjaður að spila með Real Sociedad, en hann hefur verið að glíma við meiðsli frá því í byrjun september og hefur ekkert tekið þátt í undankeppni HM. Hann er augljós kostur til að taka stöðu Sævars, en er í kappi við tímann.
Jóhann Berg Guðmundsson var ekki valinn í hópinn í síðasta glugga en hann er fastamaður í liði Al-Dhafra og lagði upp mark í síðasta leik liðsins. Það er spurning hvort að hann sé næsti maður inn fyrir Sævar og spili loks sinn 100. landsleik.
Viktor Bjarki Daðason hefur komið eins og stormsveipur inn í lið FCK í Danmörku en hann hefur komið að fjórum mörkum á innan við 160 mínútum fyrir liðið. Viktor er fæddur árið 2008 og gerir svo sannarlega tilkall í að koma í hópinn.
Stefán Ingi Sigurðarson er á meðal markahæstu manna í norsku Eliteserien með þrettán mörk í 24 leikjum. Það hefur aðeins hægst á honum í markaskorun eftir frábæra byrjun á tímabilinu en hlýtur að vera á blaði hjá landsliðsþjálfaranum.
Gylfi Þór Sigurðsson tímabilið með Víkingum frábærlega og hefur Arnar sagt í viðtölum að hann sé ekki fjarri hópnum. Þá er Eggert Aron Guðmundsson lykilmaður í liði Brann í Noregi ásamt U21 landsliði Íslands og er ekki heldur fjarri hópnum.
Miðjumennirnir Júlíus Magnússon og Kolbeinn Þórðarson gera einnig tilkall í hópinn ef svo færi að Arnar vilji frekar að Gísli Gottskálk Þórðarson spili með U21 árs landsliðinu.
Stefán Teitur Þórðarson hefur lítið komið við sögu með félagsliði sínu, Preston North End, í ensku Championship deildinni. En hann hefur einungis spilað 28 mínútur í síðustu níu leikjum liðsins.
Willum Þór Willumsson var jafnframt ekki í landsliðshóp Íslands í síðasta verkefni vegna meiðsla en hann er enn fjarri góðu gamni og hefur ekkert komið við sögu hjá Birmingham frá því í lok ágúst.
Ef Arnar vill hræra í vörninni þá er Hjörtur Hermannson augljós kostur. Aron Einar kom í staðinn fyrir Hjört í síðasta hóp en Aron kom hvorki við sögu í leiknum gegn Úkraínu né Frakklandi.
Eyða Breyta
Ljóst að það verður að minnsta kosti ein breyting
Sævar Atli Magnússon meiddist á hné í leik Íslands gegn Frakklandi í síðasta mánuði og verður frá næstu mánuðina. Arnar hefur verið að velja 24 manna hópa og ef hann heldur því áfram er ljóst að það verður að minnsta kosti eitt nýtt nafn í hópnum frá síðasta landsliðsvali.
Kári Snorrason, fréttamaður Fótbolta.net, skoðaði á dögunum mögulegar breytingar á hópnum.
03.11.2025 12:25
Hvernig verður landsliðshópurinn? - Einn út og margir gera tilkall
Úr fréttinni á mánudag:
Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson er ekki byrjaður að spila með Real Sociedad, en hann hefur verið að glíma við meiðsli frá því í byrjun september og hefur ekkert tekið þátt í undankeppni HM. Hann er augljós kostur til að taka stöðu Sævars, en er í kappi við tímann.
Jóhann Berg Guðmundsson var ekki valinn í hópinn í síðasta glugga en hann er fastamaður í liði Al-Dhafra og lagði upp mark í síðasta leik liðsins. Það er spurning hvort að hann sé næsti maður inn fyrir Sævar og spili loks sinn 100. landsleik.
Viktor Bjarki Daðason hefur komið eins og stormsveipur inn í lið FCK í Danmörku en hann hefur komið að fjórum mörkum á innan við 160 mínútum fyrir liðið. Viktor er fæddur árið 2008 og gerir svo sannarlega tilkall í að koma í hópinn.
Stefán Ingi Sigurðarson er á meðal markahæstu manna í norsku Eliteserien með þrettán mörk í 24 leikjum. Það hefur aðeins hægst á honum í markaskorun eftir frábæra byrjun á tímabilinu en hlýtur að vera á blaði hjá landsliðsþjálfaranum.
Gylfi Þór Sigurðsson tímabilið með Víkingum frábærlega og hefur Arnar sagt í viðtölum að hann sé ekki fjarri hópnum. Þá er Eggert Aron Guðmundsson lykilmaður í liði Brann í Noregi ásamt U21 landsliði Íslands og er ekki heldur fjarri hópnum.
Miðjumennirnir Júlíus Magnússon og Kolbeinn Þórðarson gera einnig tilkall í hópinn ef svo færi að Arnar vilji frekar að Gísli Gottskálk Þórðarson spili með U21 árs landsliðinu.
Stefán Teitur Þórðarson hefur lítið komið við sögu með félagsliði sínu, Preston North End, í ensku Championship deildinni. En hann hefur einungis spilað 28 mínútur í síðustu níu leikjum liðsins.
Willum Þór Willumsson var jafnframt ekki í landsliðshóp Íslands í síðasta verkefni vegna meiðsla en hann er enn fjarri góðu gamni og hefur ekkert komið við sögu hjá Birmingham frá því í lok ágúst.
Ef Arnar vill hræra í vörninni þá er Hjörtur Hermannson augljós kostur. Aron Einar kom í staðinn fyrir Hjört í síðasta hóp en Aron kom hvorki við sögu í leiknum gegn Úkraínu né Frakklandi.
Eyða Breyta
11:25
Fullyrt að Jói Berg sé í hópnum
Í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin, sem gefinn var út í dag, var sagt frá því að Jóhann Berg Guðmundsson yrði í hópnum. Hann hefur ekki spilað með landsliðinu síðan í nóvember í fyrra. Hann var kallaður inn í fyrsta hóp Arnars Gunnlaugssonar eftir að hafa glímt við meiðsli. Hann kom ekkert við sögu gegn Kósovó, var svo valinn fyrir leikina geng Skotlandi og Norður-Írum en meiddist í aðdraganda leikjanna. Hann glímdi við meiðsli í aðdraganda leikjanna í september og var því ekki valinn og Arnar ákvað að velja hann ekki í síðasta mánuði.
Ef Jóhann Berg kemur við sögu mun hann spila sinn hundraðasta leik í íslensku treyjunni, en hann hefur spilað 99 landsleiki og skorað í þeim átta mörk.
Eyða Breyta
Fullyrt að Jói Berg sé í hópnum
Í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin, sem gefinn var út í dag, var sagt frá því að Jóhann Berg Guðmundsson yrði í hópnum. Hann hefur ekki spilað með landsliðinu síðan í nóvember í fyrra. Hann var kallaður inn í fyrsta hóp Arnars Gunnlaugssonar eftir að hafa glímt við meiðsli. Hann kom ekkert við sögu gegn Kósovó, var svo valinn fyrir leikina geng Skotlandi og Norður-Írum en meiddist í aðdraganda leikjanna. Hann glímdi við meiðsli í aðdraganda leikjanna í september og var því ekki valinn og Arnar ákvað að velja hann ekki í síðasta mánuði.
Ef Jóhann Berg kemur við sögu mun hann spila sinn hundraðasta leik í íslensku treyjunni, en hann hefur spilað 99 landsleiki og skorað í þeim átta mörk.
Eyða Breyta
11:23
Velkomin í textalýsingu - Hópurinn opinberaður í dag
Klukkan 13:15 mun Arnar Gunnlaugsson sitja fyrir svörum á fréttamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ. Fótbolti.net verður á staðnum. Tilefnið er val á landsliðshópi fyrir leiki gegn Aserbaísjan og Úkraínu sem fram fara ytra seinna í þessum mánuði. Landsliðshópur Arnars verður opinberaður skömmu fyrir fundinn.
Eyða Breyta
Velkomin í textalýsingu - Hópurinn opinberaður í dag
Klukkan 13:15 mun Arnar Gunnlaugsson sitja fyrir svörum á fréttamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ. Fótbolti.net verður á staðnum. Tilefnið er val á landsliðshópi fyrir leiki gegn Aserbaísjan og Úkraínu sem fram fara ytra seinna í þessum mánuði. Landsliðshópur Arnars verður opinberaður skömmu fyrir fundinn.
Eyða Breyta
Athugasemdir




