PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   mið 05. nóvember 2025 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hjálpaði Stjörnunni að ná Evrópusæti og framlengir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hægri bakvörðurinn Damil Dankerlui hefur fengið framlengingu á samningi sínum við Stjörnuna. Samningur hans er nú í gildi út næsta ár.

Dankerlui er reynslumikill og sóknarsinnaður bakvörður sem gekk í raðir Stjörnunnar í sumarglugganum og hjálpaði liðinu að landa Evrópusæti. Hann kom við sögu í sjö leikjum með liðinu og byrjaði fimm þeirra.

Hann er 29 ára, fæddur í Hollandi og spilar fyrir landslið Súrinam.

Hann er uppalinn hjá Ajax og hefur á sínum meistaraflokksferli leikið með Willem II, Groningen, Panserraikos, Almere og svo Stjörnuna.
Athugasemdir
banner
banner