PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   mið 05. nóvember 2025 11:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Aðalmeðferð í máli Alberts hafin - Mætti í Landsrétt í morgun
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Aðalmeðferð í máli Alberts Guðmundssonar, leikmanns íslenska landsliðsins og Fiorentina, er hafin í Landsrétti. Albert sætir ákæru fyrir nauðgun, var ákærður í júní í fyrra.

Það er Vísir sem greinir frá. Albert var sýknaður í október á síðasta ári en ríkissaksóknari ákvað að áfrýja dóminum.

Albert er á Íslandi og var mættur í Landsrétt við upphaf aðalmeðferðar í morgun.

Reiknað er með því að aðalmeðferðinni ljúki á morgun og má búast við því að niðurstaða liggi fyrir snemma í desember. Þinghald er háð fyrir luktum dyrum.
Athugasemdir
banner