Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   lau 16. nóvember 2019 16:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Markverðir Þýskalands skipta með sér leikjum
Joachim Löw, þjálfari þýska landsliðsins, ætlar að leyfa bæði Marc-Andre ter Stegen og Manuel Neuer að spreyta sig í komandi landsleikjum.

Neuer verður í markinu gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld og á þriðjudag mun ter Stegen verja mark þýska liðsins.

„Við höfum talað við markverðina. Neuer verður í markinu gegn Hvíta-Rússlandi og ter Stegen verður í markinu gegn Norður-Írlandi á þriðjudag," sagði Löw í gær.

Þetta er sama fyrirkomulag og var í síðasta landsleikjahléi þegar Neuer varði mark liðsins gegn Norður-Írum og ter Stegen lék í vináttuleik gegn Argentínu.
Athugasemdir