Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 16. nóvember 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Criscito leggur skóna á hilluna
Mynd:

Ítalski varnarmaðurinn Domenico Criscito hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna 35 ára að aldri. Þetta kemur fram á heimasíðu Toronto FC.


Criscito endaði ferilinn hjá Toronto í MLS deildinni í Bandaríkjunum en hann gekk til liðs við félagið frá Genoa í sumar.

„Takk kærlega fyrir mig Toronto FC, fyrir þessa sex fallegu mánuði. Ég og fjölskyldan mín áttum góða tíma í þessari mögnuðu borg og leið eins og við værum hluti af frábærri fjölskyldu frá fyrsta degi. Það er kominn tími til að fara heim og skoða hvað ég ætla gera með mína framtíð, takk fyrir allt," sagði Criscito.

Criscito lék sinn fyrsta leik fyrir Genoa tímabilið 2003/04. Hann lék þar lengst af, hann stoppaði stutt hjá Juventus, en hann fór til Rússlands og lék með Zenit í sjö ár áður en hann snéri aftur heim til Genoa.


Athugasemdir
banner
banner
banner