Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
banner
   þri 16. desember 2025 18:50
Brynjar Ingi Erluson
Trafford fær ekki að fara frá Man City
Mynd: EPA
James Trafford, varamarkvörður Manchester City, mun ekki fara frá félaginu í janúarglugganum en þetta sagði Pep Guardiola. stjóri félagsins, í dag.

Trafford sneri aftur til Manchester City frá Burnley í sumar, en Sky Sports segir að leikmaðurinn hafi verið viss um að hann ætti að taka við aðalmarkvarðarstöðunni af Ederson sem var seldur til Fenerbahce.

Gianluigi Donnarumma var keyptur frá Paris Saint-Germain á síðustu klukkutímum gluggans og tók við stöðunni.

Trafford er ósáttur við spiltímann sem hann hefur fengið og var farinn að hugsa sér til hreyfings, en Guardiola hefur útilokað þann möguleika.

Guardiola segir Trafford vera ótrúlegan leikmann og að hann verði hjá liðinu út leiktíðina.

Man City mun hins vegar leyfa Stefan Ortega að fara frá félaginu í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner