Danski miðjumaðurinn Nicklas Halse er búinn að yfirgefa herbúðir Fjölnis í Grafarvogi og er búinn að semja við Hvidovre í heimalandi sínu.
                
                
                                    Halse kom til Fjölnis í september síðastliðnum og kláraði tímabilið með liðinu í Pepsi Max-deildinni. Hann spilaði fimm deildarleiki er Fjölnir féll.
Halse er 23 ára gamall og er uppalinn hjá Hvidovre. Hann byrjaði ungur að spila með aðalliðinu þar og var í kjölfarið fenginn til Bröndby þar sem hann spilaði einn leik í dönsku úrvalsdeildinni. Hann spilaði með Roskilde frá 2016 þangað til hann fór til Fjölnis.
Hann er núna kominn aftur í uppeldisfélag sitt sem leikur í dönsku B-deildinni. Þar er liðið þessa stundina í níunda sæti af 12 liðum.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
         
     
                    
        
         
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                