Man Utd að styrkja sóknarleik sinn - Frimpong búinn í læknisskoðun hjá Liverpool - Villa hefur áhuga á Kelleher
   fös 17. febrúar 2023 23:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Sterkur sigur Augsburg í botnbaráttuslag
Mynd: EPA

Augsburg 1 - 0 Hoffenheim
1-0 Fredrik Jensen ('88 )


Augsburg og Hoffenheim áttust við í botnbaráttuslag í þýsku deildinni í kvöld.

Augsburg hafði unnið tvo heimaleiki í röð en Hoffenheim var án sigurs í síðustu 10 leikjum. Augsburg hafði þó aðeins unnið Hoffenheim einu sinni frá 2015 á heimavelli.

Augsburg byrjaði betur en Arne Engels kom boltanum í netið eftir tæplega 10 mínútna leik en VAR dæmdi markið ógilt þar sem um hendi var að ræða.

Hoffenheim beitti hættulegum skyndisóknum en það var þó Augsburg sem kom boltanum aftur í netið en aftur var markið dæmt af, nú vegna brots í aðdragandanum.

Loksins hafðist það hjá Augsburg eftir 88 mínútna leik þegar Frederik Jensen stýrði boltanum í netið af fjærstönginni eftir hornspyrnu. 1-0 sigur Augsburg staðreynd.


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 34 25 7 2 99 32 +67 82
2 Leverkusen 34 19 12 3 72 43 +29 69
3 Eintracht Frankfurt 34 17 9 8 68 46 +22 60
4 Dortmund 34 17 6 11 71 51 +20 57
5 Freiburg 34 16 7 11 49 53 -4 55
6 Mainz 34 14 10 10 55 43 +12 52
7 RB Leipzig 34 13 12 9 53 48 +5 51
8 Werder 34 14 9 11 54 57 -3 51
9 Stuttgart 34 14 8 12 64 53 +11 50
10 Gladbach 34 13 6 15 55 57 -2 45
11 Wolfsburg 34 11 10 13 56 54 +2 43
12 Augsburg 34 11 10 13 35 51 -16 43
13 Union Berlin 34 10 10 14 35 51 -16 40
14 St. Pauli 34 8 8 18 28 41 -13 32
15 Hoffenheim 34 7 11 16 46 68 -22 32
16 Heidenheim 34 8 5 21 37 64 -27 29
17 Holstein Kiel 34 6 7 21 49 80 -31 25
18 Bochum 34 6 7 21 33 67 -34 25
Athugasemdir
banner
banner