Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   mán 17. febrúar 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Toppbaráttuslagur í Championship
Farke ætlar að fara með Leeds upp í ensku úrvalsdeildina.
Farke ætlar að fara með Leeds upp í ensku úrvalsdeildina.
Mynd: Leeds
Það fer enginn leikur fram í ensku úrvalsdeildinni í dag en það er einn leikur á dagskrá í Championship deildinni, þar sem Leeds United tekur á móti Sunderland í toppbaráttunni.

Það er hörð fjögurra liða barátta í gangi um þessar mundir og getur Leeds endurheimt toppsæti deildarinnar með sigri í kvöld.

Leeds er einu stigi á eftir toppliði Sheffield United og er búið að sigra þrjá deildarleiki í röð. Lærisveinar Daniel Farke duttu þó úr leik í enska bikarnum á dögunum með því að tapa heimaleik gegn Millwall.

Sunderland situr í fjórða sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir Leeds. Þetta getur því verið afar mikilvægur leikur fyrir toppbaráttuvonir Sunderland á tímabilinu þar sem liðið þarf sigur til að halda í við keppinauta sína.

Championship
20:00 Leeds - Sunderland
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 14 9 4 1 39 13 +26 31
2 Stoke City 14 8 3 3 21 9 +12 27
3 Middlesbrough 14 7 5 2 17 12 +5 26
4 Preston NE 14 7 4 3 19 13 +6 25
5 Millwall 14 7 3 4 16 19 -3 24
6 Charlton Athletic 14 6 5 3 16 11 +5 23
7 Bristol City 14 6 4 4 21 17 +4 22
8 Hull City 14 6 4 4 23 22 +1 22
9 Birmingham 14 6 3 5 19 15 +4 21
10 Ipswich Town 13 5 5 3 22 15 +7 20
11 Derby County 14 5 5 4 18 18 0 20
12 Watford 14 5 4 5 18 17 +1 19
13 Leicester 14 4 6 4 16 15 +1 18
14 Wrexham 14 4 6 4 19 19 0 18
15 West Brom 14 5 3 6 12 15 -3 18
16 QPR 14 5 3 6 17 23 -6 18
17 Swansea 14 4 5 5 14 15 -1 17
18 Blackburn 13 5 1 7 13 17 -4 16
19 Southampton 14 3 6 5 15 20 -5 15
20 Portsmouth 14 3 5 6 10 17 -7 14
21 Oxford United 14 3 4 7 15 20 -5 13
22 Norwich 14 2 3 9 13 21 -8 9
23 Sheffield Utd 14 3 0 11 11 26 -15 9
24 Sheff Wed 14 1 5 8 11 26 -15 -4
Athugasemdir
banner