Milos Milojevic og lærisveinar hans í Al Wasl unnu Al Jazira, 1-0, í fyrri leik liðanna í undanúrslitum deildabikarsins í sameinuðu arabísku furstadæmunum í kvöld.
Mark Nicolas Gimenez á lokamínútunum dugði Al Wasl og er það ágætis veganesti inn í síðari leikinn sem fer fram á heimavelli Al Jazira.
Á síðasta ári komst Al Wasl einnig í undanúrslit en tapaði þá. Liðið er ríkjandi deildar- og forsetabikarsmeistari og vill Milos bæta deildabikarnum við safnið.
Annars hefur tímabilið verið erfitt í öðrum keppnum. Það er úr leik í Meistaradeild Asíu og situr þá í 6. sæti deildarinnar með 27 stig, tuttugu stigum frá toppliði Shabab.
Athugasemdir