lau 17. apríl 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katrín Hanna aftur í Keflavík (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík hefur fengið markvörðinn Katrínu Hönnu Hauksdóttur til sín frá Augnablik.

Katrín Hanna er uppalin hjá Haukum og lék með þeim sína fyrstu leiki í meistaraflokki 15 ára gömul árið 2015.

Hún hefur síðan leikið með Haukum, Álftanesi, HK/Víkingi, Keflavík og Augnablik. Katrín Hanna á jafnframt átta leiki með U16 landsliði Íslands.

Katrín, sem er á 21. aldursári, spilaði í fyrra tíu leiki með Augnablik í Lengjudeild kvenna.

Hún var á mála hjá Keflavík í Pepsi Max-deildinni sumarið 2019 og spilaði þá þrjá leiki með félaginu. Núna er hún mætt aftur og mun berjast við hina 23 ára gömlu Tiffany Sornpao um markvarðarstöðuna. Tiffany hefur spilað fjóra landsleiki fyrir Tæland á ferlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner