Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
banner
   mið 17. apríl 2024 10:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andri Lucas keyptur til Lyngby (Staðfest)
Markahæsti leikmaður liðsins.
Markahæsti leikmaður liðsins.
Mynd: Getty Images
Þegar spilað 21 landsleik.
Þegar spilað 21 landsleik.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Lyngby tilkynnti rétt í þessu að Andri Lucas Guðjohnsen væri búinn að skrifa undir þriggja ára samning við danska félagið Lyngby. Félagið kaupir hann frá sænska félaginu Norrköping þar sem hann var samningsbundinn en hann hefur verið á láni hjá Lyngby í vetur.

Hann er markahæsti leikmaður Lyngby á tímabilinu, hefur skorað 11 mörk í 25 leikjum.

Andri Lucas er 22 ára A-landsliðsmaður sem hefur skorað sex mörk í 21 leik.

„Það er enginn vafi á því að við erum mjög ánægðir með þennan samning. Andri kom á láni eftir að við höfðum skoðað hann í talsverðan tíma og hann hefur skilað góðu verki frá fyrsta degi. Hann er orðinn þekkt stærð í deildinni og við erum vissir um að hans bíði frábær ferill," segir Nicas Kjeldsen íþróttastjóri Lyngby.

„Ég hef verið ótrúlega ánægður fyrstu átta mánuðina hjá Lyngby og er mjög ánægður með að ég sé kominn alfarið til félagsins. Það var tekið vel á móti mér frá fyrsta degi af öllum hjá félaginu og ekki síst aðdáendum og Lyngby Boldklub er fljótt orðin aukafjölskylda og nýtt heimili fyrir mig. Ég brosi á hverjum degi sem, bæði þegar ég mæti á æfinga og líka þegar fer heim, sem er mikilvægt fyrir mig," segir Andri.

„Við erum með gríðarlega sterkt æfingaumhverfi og mér finnst ég vera að taka stór skref hér hjá félaginu. Ég er virkilega ánægður með nýja samninginn og nú er full áhersla á að enda þetta tímabil af krafti," bætti Andri við.

Athugasemdir
banner
banner
banner