Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
   lau 17. maí 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Óli Íshólm tjáir sig um viðskilnaðinn við Fram - „Allt gert í góðu"
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ólafur Íshólm Ólafsson, markvörður Leiknis, gekk til liðs við félagið frá Fram rétt fyrir mót.

Það kom til eftir að hann var ósáttur með að þurfa að sitja á bekknum í deildarleik gegn ÍBV og það endaði með því að hann var ekki í hópnum.

Ólafur hefur spilað alla þrjá leiki Leiknis í Lengjudeildinni. Hann var á sínum stað í gær þegar liðið tapaði gegn HK. Fótbolti.net ræddi við hann um félagaskiptin eftir leikinn.

„Það var allt gert í góðu og ég held áfram að styðja þá, það er ekki flóknara en það," segir Óli Íshólm.

Óli var spurður út í fyrstu vikurnar hjá Leikni en liðið er aðeins með eitt stig eftir þrjár umferðir.

„Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt. Mjög skemmtilegur hópur, mikið af hæfileikaríkum ungum strákum. Ég efast ekki um að við komumst á skrið um leið og fyrsti sigurinn dettur í gang," segir Óli Íshólm.
Óli Íshólm: Eitthvað til að byggja ofan á en súrt var það
Athugasemdir
banner
banner