Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. júní 2019 10:20
Ívan Guðjón Baldursson
Aston Villa fær Kortney Hause frá Wolves (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Aston Villa er búið að staðfesta kaup á Kortney Hause, varnarmanni Wolves sem lék að láni hjá Villa á síðasta tímabili.

Hause verður 24 ára í júlí og spilaði 19 leiki fyrir U21 og U20 landslið Englands frá 2014 til 2017.

Hann var fastamaður í liði Wolves en missti sæti sitt haustið 2017. Hause var svo lánaður til Aston Villa í janúar 2019, eftir að hafa spilað sex leiki fyrir Wolves á einu og hálfu ári.

Hann gerði góða hluti hjá Aston Villa og nýtti félagið kaupákvæði í lánssamningnum. Í tilkynningu frá Aston Villa er ekki tekið fram kaupverð eða samningstímabil. Fjölmiðlar telja kaupverðið vera 3 milljónir punda.

Hause er fjórði leikmaðurinn sem gengur í raðir Aston Villa í sumar. Félagið er búið að festa kaup á Jota, Anwar El Ghazi og Wesley Moraes fyrir 34 milljónir samtals.

Villa leikur aftur í ensku úrvalsdeildinni í haust. Liðið féll 2016 eftir 29 ár í efstu deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner