Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 17. júní 2019 10:40
Ívan Guðjón Baldursson
Leverkusen kaupir Moussa Diaby af PSG (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Bayer Leverkusen er búið að tryggja sér þjónustu franska kantmannsins Moussa Diaby næstu fimm árin, eða þar til í júní 2024.

Diaby kemur til félagsins frá Frakklandsmeisturum PSG og kostar 15 milljónir evra.

Diaby verður tvítugur í júlí og þykir mikið efni. Hann lék 33 leiki með PSG á tímabilinu, skoraði 4 mörk og lagði upp 7. Þá hefur hann skorað 14 mörk í 37 landsleikjum með yngri liðum Frakklands .

Leverkusen endaði í 4. sæti þýsku deildarinnar og mun því leika í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í haust.

Diaby er annar leikmaðurinn sem Leverkusen fær til sín í sumar eftir að hafa bætt félagsmet til að kaupa miðjumanninn Kerem Demirbay. Hann kostaði 32 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner