Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   lau 17. júlí 2021 11:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Þetta var held ég besta lausnin fyrir alla"
Þórir Jóhann í síðasta leiknum fyrir FH, í bili allavega.
Þórir Jóhann í síðasta leiknum fyrir FH, í bili allavega.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kynntur hjá Lecce í gær.
Kynntur hjá Lecce í gær.
Mynd: Lecce
Davíð Þór Viðarsson
Davíð Þór Viðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórir Jóhann Helgason gekk í raðir Lecce frá FH í vikunni. Þórir er tvítugur miðjumaður sem hafði verið hjá FH frá árinu 2018 þegar hann kom frá Haukum.

Samningur Þóris við FH átti að renna út í lok árs og var umtalað að Breiðablik vildi fá Þóri í sínar raðir. Skömmu fyrir skiptin heyrðist af áhuga Lecce og mun Þórir spila með liðinu í B-deildinni á Ítalíu í vetur.

Fótbolti.net ræddi við Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfara FH, í gær og spurði hann út í skiptin.

„Við erum að missa frábæran leikmann sem hefur tekið gríðarlegum framförum undanfarin ár. Hann spilaði sig inn í FH-liðið í fyrra, sérstaklega eftir að Eiður og Logi tóku við og var frábær þá," sagði Davíð.

Besta lausnin fyrir alla
„Hann var algjör lykilmaður í þessu liði okkar en það var áhugi frá Ítalíu og hann átti lítið eftir af samningi. Þetta var held ég besta lausnin fyrir alla."

„Hann er frábær miðjumaður sem getur gert allt, frábærar sendingar, drive í honum og hann er frábær skotmaður þó okkur hafi fundist hann ekki ná að sýna það nógu oft. Vonandi að þeir á Ítalíu nái að ýta betur á þann takka en við gerðum."

„Hann hefur alla burði til að verða flottur íslenskur atvinnumaður í mörg, mörg ár. Hann sýndi það í þessum landsleik gegn Mexíkó sem hann spilaði að það svið var síst of stórt fyrir hann."


Vöknuðu ekki upp fyrir tveim vikum í þessari stöðu
Samningsstaðan var ekki frábær fyrir FH, hann að renna út á samningi. Er eitthvað í ferlinu sem félagið þarf að skoða?

„Þessar samningaviðræður voru búnar að eiga sér stað í langan tíma og það var ekki eins og við höfum vaknað upp fyrir tveimur vikum síðan og reynt að byrja semja við hann."

„Auðvitað, þegar svona gerist, þarf að einhverju leyti að líta á ferlana sem þú ert með og sjá hvort að hefði átt að gera eitthvað öðruvísi."


Frábært fyrir hann
„Þórir er rúmlega tvítugur strákur, kemur til okkar 2018 og er búinn að standa sig frábærlega fyrir okkur. In the end er frábært fyrir hann, hvort sem hann átti sex mánuði eftir af samningi eða sextíu, að fá þetta tækifæri til að spila erlendis og hvað þá í svona flottri deild og svona flottu landi eins og á Ítalíu."

Kominn tími á sölu hjá FH
„Ég held að það sé svona aðalatriðið í þessu, að við séum að selja leikmenn. Við höfum ekki verið að gera mikið af því. Við seldum Brand til Helsingborg en síðasti FH-ingurinn sem við seljum er held ég Böddi til Póllands, það er í byrjun árs 2018."

„Það var kominn tími á sölu hjá okkur og nú ætlum við að reyna standa okkur betur í því að gefa ungum leikmönnum tækifæri og geta svo selt þá erlendis,"
sagði Davíð.
Athugasemdir
banner
banner