Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 17. júlí 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Er að gera Kjartan Kára að einhverju monsteri"
Lengjudeildin
Mynd: Raggi Óla

Grótta situr í 2. sæti Lengjudeildarinnar tveimur stigum á eftir toppliði Fylkis.


Það eru tveir efnilegir menn hjá Gróttu, Kjartan Kári Halldórsson er nýorðinn 19 ára og hann er markahæstur í deildinni með 12 mörk í 11 leikjum.

Þjálfari liðsins er Chris Brazell en hann er aðeins þrítugur að aldri. Hann tók við sem aðalþjálfari liðsins í október 2021 eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Ágústs Gylfasonar hjá félaginu árið áður.

Elvar Geir, Guðmundur og Sæbjörn hrósuðu Gróttu í hástert í EM innkastinu á dögunum.

„Þetta er virkilega skemmtilegt að sjá, Chris Brazell er að gera einhverja hluti þarna, þrítugur Englendingur að leika sér á Seltjarnanesi að búa til eitthvað geggjað lið," sagði Guðmundur.

„Hann er að gera Kjartan Kára að einhverju monsteri. Ég get séð Brazell í einhverju þokkalegu liði eftir þrjú ár, kominn í deildarkerfið á Englandi til dæmis," sagði Sæbjörn.


EM Innkastið - Færi í súginn og þörf á Krísuvíkurleið
Athugasemdir
banner
banner
banner