Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 17. júlí 2024 14:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stefán Ingi verður leikmaður Sandefjord
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Stefán Ingi Sigurðarson er að ganga í raðir norska félagsins Sandefjord en félagið kaupir hann frá Patro Eisden í Belgíu. Það var Nettavisen sem greindi fyrst frá og Fótbolti.net hefur fengið tíðindin staðfest.

Stefán, sem er 23 ára, verður formlega kynntur sem leikmaður Sandefjord seinna í þessari viku.

Íslenski framherjinn er uppalinn hjá Breiðabliki. Hann vakti athygli fyrir mikla markaskorun í Lengjudeildinni og öflugar frammistöðu í bandaríska háskólaboltanum.

Hann byrjaði svo tímabilið í Bestu deildinni frábærlega í fyrra og var keyptur til Belgíu um sumarið. Þá var hann markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar.

Í Belgíu skoraði hann tíu mörk; átta í deildinni og tvö í bikarnum. Patro Eisden er í næstefstu deild Belgíu.

Fimm Íslendingar hafa spilað með Sandefjord; síðast Viðar Ari Jónsson tímabilið 2021. Emil Pálsson, Ingvar Jónsson, Kjartan Henry Finnbogason og Guðmundur Pétursson hafa einnig spilað fyrir Sandefjord.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner