Stefán Ingi Sigurðarson er að ganga í raðir norska félagsins Sandefjord en félagið kaupir hann frá Patro Eisden í Belgíu. Það var Nettavisen sem greindi fyrst frá og Fótbolti.net hefur fengið tíðindin staðfest.
Stefán, sem er 23 ára, verður formlega kynntur sem leikmaður Sandefjord seinna í þessari viku.
Stefán, sem er 23 ára, verður formlega kynntur sem leikmaður Sandefjord seinna í þessari viku.
Íslenski framherjinn er uppalinn hjá Breiðabliki. Hann vakti athygli fyrir mikla markaskorun í Lengjudeildinni og öflugar frammistöðu í bandaríska háskólaboltanum.
Hann byrjaði svo tímabilið í Bestu deildinni frábærlega í fyrra og var keyptur til Belgíu um sumarið. Þá var hann markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar.
Í Belgíu skoraði hann tíu mörk; átta í deildinni og tvö í bikarnum. Patro Eisden er í næstefstu deild Belgíu.
Fimm Íslendingar hafa spilað með Sandefjord; síðast Viðar Ari Jónsson tímabilið 2021. Emil Pálsson, Ingvar Jónsson, Kjartan Henry Finnbogason og Guðmundur Pétursson hafa einnig spilað fyrir Sandefjord.
Sandefjord er enig med belgiske Patro Eisden om en avtale for Stefan Ingi Sigurdarson (23). Den islandske spissen er på vei til Norge for å fullføre en overgang til SF. pic.twitter.com/EHr8ZEM7yA
— Stian André de Wahl (@StianWahl) July 17, 2024
Athugasemdir