Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 17. september 2020 20:45
Aksentije Milisic
Deildabikarinn: Stoke sló Wolves út - Burnley áfram eftir vítaspyrnukeppni
Mynd: Getty Images
Það fóru fram þrír leikir í enska deildabikarnum í kvöld.

Á Turf Moor áttust við Burnley og Sheffield United. Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley en þurfti að fara meiddur af velli í fyrri hálfleik.

David McGoldrick kom gestunum yfir strax á fjórðu mínútu en það var síðan Matej Vydra sem jafnaði leikinn fyrir gestina. Burnley vann leikinn í vítaspyrnukeppni og fer því áfram.

Wolves fékk Championsip lið Stoke í heimsókn og gerði Stoke sér lítið fyrir og vann leikinn. Jacob Brown gerði eina mark leiksins þegar fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Í síðasta leik dagsins vann Brighton öruggan 4-0 sigur á Portsmouth,

Burnley 6 - 5 Sheffield Utd
0-1 David McGoldrick ('4 )
1-1 Matej Vydra ('67 )

Wolves 0 - 1 Stoke City
0-1 Jacob Brown ('86 )

Brighton 4 - 0 Portsmouth
1-0 Alexis MacAllister ('38 )
2-0 Alireza Jahanbakhsh ('54 )
3-0 Bernardo ('57 )
4-0 Viktor Gyokeres ('71 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner