Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 17. september 2021 13:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Guðjohnsen: Auðvitað segi ég mitt álit
Arnór og Arnór í viðtali í dag.
Arnór og Arnór í viðtali í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Arnór Borg Guðjohnsen var í dag tilkynntur sem nýr leikmaður Víkings. Arnór er sonur Arnórs Guðjohnsen sem var staddur í Víkinni í dag þar sem fréttamannafundur var haldinn. Fótbolti.net ræddi við Guðjohnsen eldri um tíðindin, sá hóf einmitt meistaraflokksferil sinn hjá Víkingi.

„Mér líður vel með þetta, þetta er ákvörðun sem hann tók af yfirveguðu ráði. Hann taldi þetta vera rétta skrefið," sagði Arnór.

Ert þú að leiðbeina honum mikið í þessari ákvörðun? „Nei, ég reyni yfirleitt að forðast það að taka ákvörðun fyrir strákana. En auðvitað segi ég mitt álit og hvar ég telji að næsta skref yrði gott fyrir hann. Að sama skapi myndi ég aldrei nokkurn tímann segja 'gerðu þetta' eða 'gerðu hitt'. Að taka ákvörðun sjálfur og standa við þær er hluti af því að verða alvöru fótboltamaður."

Finnst þér hann eiga mikið sem fótboltamaður? „Já, ég held það. Þetta er strákur sem einhverja hluta vegna stækkaði mjög hratt upp í 190cm á stuttum tíma og var með allskonar fylgikvilla hvað það varðar. Hjá Swansea kemst hann í lag eftir 7-8 mánuði í burtu, byrjar að æfa og þá brákar hann ökklann á fyrstu æfingu. Hann var alveg í burtu í eitt og hálft ár. Svo var hann nýkominn af stað með U23 liði Swansea, búnir einhverjir fjórir leikir og þá skellur á covid."

Arnór Borg er núna í endurhæfingu eftir aðgerð og ætti að vera kominn af stað seint í október. „Ég vona að þetta sé búið og hann geti núna einbeitt sér algjörlega að fótboltanum sem er hans ástríða og lfir fyrir," sagði Arnór.

Viðtalið í heild má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner