Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
banner
   fös 17. september 2021 13:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Guðjohnsen: Auðvitað segi ég mitt álit
Arnór og Arnór í viðtali í dag.
Arnór og Arnór í viðtali í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Arnór Borg Guðjohnsen var í dag tilkynntur sem nýr leikmaður Víkings. Arnór er sonur Arnórs Guðjohnsen sem var staddur í Víkinni í dag þar sem fréttamannafundur var haldinn. Fótbolti.net ræddi við Guðjohnsen eldri um tíðindin, sá hóf einmitt meistaraflokksferil sinn hjá Víkingi.

„Mér líður vel með þetta, þetta er ákvörðun sem hann tók af yfirveguðu ráði. Hann taldi þetta vera rétta skrefið," sagði Arnór.

Ert þú að leiðbeina honum mikið í þessari ákvörðun? „Nei, ég reyni yfirleitt að forðast það að taka ákvörðun fyrir strákana. En auðvitað segi ég mitt álit og hvar ég telji að næsta skref yrði gott fyrir hann. Að sama skapi myndi ég aldrei nokkurn tímann segja 'gerðu þetta' eða 'gerðu hitt'. Að taka ákvörðun sjálfur og standa við þær er hluti af því að verða alvöru fótboltamaður."

Finnst þér hann eiga mikið sem fótboltamaður? „Já, ég held það. Þetta er strákur sem einhverja hluta vegna stækkaði mjög hratt upp í 190cm á stuttum tíma og var með allskonar fylgikvilla hvað það varðar. Hjá Swansea kemst hann í lag eftir 7-8 mánuði í burtu, byrjar að æfa og þá brákar hann ökklann á fyrstu æfingu. Hann var alveg í burtu í eitt og hálft ár. Svo var hann nýkominn af stað með U23 liði Swansea, búnir einhverjir fjórir leikir og þá skellur á covid."

Arnór Borg er núna í endurhæfingu eftir aðgerð og ætti að vera kominn af stað seint í október. „Ég vona að þetta sé búið og hann geti núna einbeitt sér algjörlega að fótboltanum sem er hans ástríða og lfir fyrir," sagði Arnór.

Viðtalið í heild má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner