Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fös 17. september 2021 09:54
Elvar Geir Magnússon
Heimild: 433.is 
Börkur blæs á kjaftasögurnar og segir að Heimir stýri Val á næsta tímabili
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær fór sú saga á flug að Valur væri búið að reka Heimi Guðjónsson og aðstoðarmann hans, Túfa. Börkur Edvardsson, formaður Vals, segir við 433.is að Heimir sé áfram í starfi og verði það á næsta tímabili.

„Það verða engar breytingar, það er 100 prósent," sagði Börkur sem lét ekki ná í sig þegar fjölmiðlar reyndu að ná tali af honum í gær.

Heimir, sem er afskaplega sigursæll á sínum ferli, er að klára sitt annað tímabil sem þjálfari Vals en liðið varð Íslandsmeistari í fyrra.

Liðið hefur hinsvegar fengið mikla gagnrýni i sumar og gengi liðsins verið mjög slæmt að undanförnu. Eftir að hafa verið í toppsætinu stærstan hluta tímabils er liðið skyndilega komið niður í fimmta sæti Pepsi Max-deildarinnar.

Þá féll liðið úr leik í Mjólkurbikarnum á miðvikudaginn þegar það tapaði gegn Lengjudeildarliði Vestra á Ísafirði í 8-liða úrslitum.

Liðið heldur þó enn í von um Evrópusæti en mögulegt er að þriðja sætið gefi þátttökurétt í Sambandsdeildinni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner