Tottenham með kauprétt á Kane þegar hann fer frá Bayern - Arsenal, Chelsea og Tottenham hafa áhuga á Toney
Rúnar: Höfum fulla trúa á því að við getum barist um þessi Evrópusæti
Arnar Gunnlaugs: Þetta er bara svo mannlegt eðli
Benoný Breki: Við ætluðum bara að sækja á þá og skora
Maggi: Svo getur vel verið að þeir horfi öðruvísi á þetta
Máni Austmann: Þetta er galið en hann viðurkenndi mistökin
Aron Elí: Aðeins öðruvísi nálgun hjá okkur
Vildi víti og rautt spjald á Vestra - „Ólýsanlega pirrandi þegar það eru gerð svona risastór mistök“
Elmar: Fullur af stolti og get ekki beðið eftir seinni leiknum
Vigfús Arnar: Þeir voru líklega bara eitthvað hræddir við okkur
Davíð Smári: Hefðum klárlega getað farið betur með færin okkar
Bjóst ekki við miklu eftir vonbrigðin í bikarúrslitunum - „Menn fundu einhverja hvatningu"
Haraldur Freyr: Ekki komnir út úr rútunni sem við ferðuðumst með
Hallgrímur Mar: Þetta var mjög steiktur leikur
„Búið að vera markmið frá því ég komst að því að ég væri ólétt"
Glódís: Búinn að reyna að útskýra fyrir mér hvað þetta er í raun stórt
Karólína Lea: Síðasti heimaleikur situr í manni
Diljá Ýr: Sömu eigendur og hjá Leicester þannig að það er allt til alls
Hlín blómstrar í Svíþjóð - „Hún er ótrúlega góður þjálfari og góð manneskja"
Guðný Árnadóttir: Ætlum okkur að ná í titil
Arna Sif auðmjúk gagnvart landsliðinu: Átta mig á minni stöðu
   sun 17. september 2023 16:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlíðarenda
Arna Sif: Við eiginlega vonuðumst eftir því að fá þær
watermark Arna Sif Ásgrímsdóttir.
Arna Sif Ásgrímsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Íslandsmeistari annað árið í röð.
Íslandsmeistari annað árið í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við ekki byrja vel. Ég veit ekki hvort það sé þreyta eða eitthvað. En við ræddum saman í hálfleik og komum betur út í seinni," sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir, varnarmaður Vals, eftir sigur gegn FH í Bestu deild kvenna í dag, 3-1.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 FH

Arna skoraði annað mark Vals, markið sem skipti mestu máli í leiknum.

„Það var gríðarlega mikilvægt. Ég var þreytt og þegar ég er þreytt, þá er ég pirruð. Ég var orðin mjög pirruð þannig að það ágætt að ná þessu marki og ná að slaka á."

Valskonur eru búnar að tryggja sér titilinn en það eru enn tveir deildarleikir eftir.

„Þetta er ótrúlega skrítin tilfinning. Skrítnari tilfinning en ég hélt," segir Arna um það hvernig er að mótívera sig fyrir síðustu deildarleiki tímabilsins þegar titillinn er kominn í hús. „Eins og fyrir Stjörnuleikinn, þá var ég allan daginn að fara í fótbolta til að vinna þennan leik, en svo þegar við mættum... ég veit það ekki, það var einhver tilfinning sem kom til manns. Við erum að reyna að njóta þess að spila og verðum að hafa Meistaradeildina í huga, nota þetta sem undirbúning. Við verðum að klára þetta vel og á sannfærandi hátt."

Það var góð stemning á Hlíðarenda í dag og voru margir mættir í stúkuna til að sjá meistarana spila.

„Þetta er gríðarlega gaman. Ég er að þjálfa hjá félaginu líka þannig að það eru allir vinir manns og maður þekkir alla hérna. Það er ótrúlega skemmtilegt. Það er gaman í dag að það eru bæði lið að spila og það er gert smá úr því. Það er virkilega góð stemning."

Eftir nokkrar vikur spilar Valur einvígi sitt við St. Pölten frá Austurríki í einvígi um að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Það verkefni leggst vel í Örnu.

„Við eiginlega vonuðumst eftir því að fá þær. Ég held að þetta sé hörku séns. Ég kannast við eina þarna sem spilaði með mér í Þór/KA. Hún er gríðarlega góður leikmaður. Þetta verða hörkuleikir en ég held að við séum í góðum séns. Við verðum að vera vel undirbúnar," sagi varnarmaðurinn öflugi.

Hægt er að sjá viðtalið í spilaranum í heild sinni hér að ofan þar sem Arna ræðir meðal annars um landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner