Króatíski miðvörðurinn Dejan Lovren er genginn til liðs við gríska meistaraliðið PAOK en samningur hans til næstu tveggja ára.
Lovren er 35 ára gamall og var síðast á mála hjá Lyon í Frakklandi en hann yfirgaf félagið í sumar eftir að samningur hans rann út.
Varnarmaðurinn hefur átt í viðræðum við PAOK síðustu daga og voru síðan skipti hans tilkynnt í gær.
Hann skrifar undir til 2026 með möguleika á að framlengja um annað ár.
PAOK varð grískur deildarmeistari á síðasta ári og byrjar þetta tímabil vel en liðið er í öðru sæti með 10 stig.
Lovren er með magnaða ferilskrá. Hann lék með Dinamo Zagreb og Southampton áður en hann hélt til Liverpool árið 2014. Þar spilaði hann í sex ár og vann meðal annars Meistaradeild Evrópu og ensku úrvalsdeildina, en gegndi þó afar takmörkuðu hlutverki í því afreki.
Ready for the next challenge! @PAOK_FC
— Dejan Lovren (@Dejan06Lovren) September 16, 2024
???? pic.twitter.com/LMsp9SLGL8
Athugasemdir