Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   þri 17. september 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Dejan Lovren til PAOK (Staðfest)
Mynd: PAOK
Króatíski miðvörðurinn Dejan Lovren er genginn til liðs við gríska meistaraliðið PAOK en samningur hans til næstu tveggja ára.

Lovren er 35 ára gamall og var síðast á mála hjá Lyon í Frakklandi en hann yfirgaf félagið í sumar eftir að samningur hans rann út.

Varnarmaðurinn hefur átt í viðræðum við PAOK síðustu daga og voru síðan skipti hans tilkynnt í gær.

Hann skrifar undir til 2026 með möguleika á að framlengja um annað ár.

PAOK varð grískur deildarmeistari á síðasta ári og byrjar þetta tímabil vel en liðið er í öðru sæti með 10 stig.

Lovren er með magnaða ferilskrá. Hann lék með Dinamo Zagreb og Southampton áður en hann hélt til Liverpool árið 2014. Þar spilaði hann í sex ár og vann meðal annars Meistaradeild Evrópu og ensku úrvalsdeildina, en gegndi þó afar takmörkuðu hlutverki í því afreki.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner