Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 17. september 2024 09:00
Elvar Geir Magnússon
Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning
Powerade
Angel Gomes.
Angel Gomes.
Mynd: Getty Images
Yamal með fyndinn hatt.
Yamal með fyndinn hatt.
Mynd: Getty Images
Kæru lesendur. Meistaradeildin fer af stað í kvöld og meðal leikja er viðureign AC Milan og Liverpool. Hér er hinsvegar slúðurpakki dagsins.

Liverpool er sagt hafa áhuga á að fá Angel Gomes (24), miðjumann Lille, en njósnarar félagsins voru viðstaddir flotta frammistöðu hans með Englandi gegn Finnlandi. (Liverpool Echo)

Omar Marmoush (25), framherji Eintracht Frankfurt og egypska landsliðsins, vill fara í ensku úrvalsdeildina og hafa Liverpool, Arsenal, Crystal Palace og West Ham öll áhuga. (Teamtalk)

Barcelona mun gefa spænska sóknarleikmanninum Lamine Yamal (17) endurbættan samning og hefur rætt við hann um framlengingu til ársins 2030 þegar hann verður 18 ára í júlí. (Marca)

Crystal Palace og Ipswich Town eru bæði að fylgjast með Ben Chilwell (27), vinstri bakverði Englands og Chelsea, áður en hugsanlegt er að tilboð verði gerð í janúar. (Sun)

Bayern München á í erfiðleikum með að sannfæra sóknarleikmanninn Jamal Musiala (21) um að endurnýja samning sinn við félagið. Það gæti vakið aukinn áhuga frá Manchester City og Manchester United á þýska landsliðsmanninum. (Mirror)

Sean Dyche, stjóri Everton, íhugar að reyna að fá Nick Pope (32) frá Newcastle ef enski landsliðsmarkvörðurinn Jordan Pickford (30) heldur áfram að vera í vandræðum. (Mirror)

Búist er við að Manchester United bjóði kantmanninum Amad Diallo (22) nýjan langtímasamning á næstu mánuðum. Núverandi samningur Fílabeinsstrendingsins rennur út næsta sumar. (Manchester Evening News)

John Textor vill hraða sölu á hlutabréfum sínum í Crystal Palace þar sem hann vill ganga frá kaupum á Everton sem fyrst. (Mail)

Dyrnar hjá Rangers gætu verið opnar fyrir endurkomu Steven Gerrard sem gæti tekið við af Philippe Clement sem knattspyrnustjóri. (Daily Record)

Manchester City fylgist með miðjumanni Nottingham Forest, Morgan Gibbs-White (24), en Forest vill bjóða enska landsliðsmanninum nýjan samning. (HITC)

Ferland Mendy (29), vinstri bakvörður Real Madrid og Frakklands, ætlar að skrifa undir nýjan samning við spænska félagið til ársins 2027. (Marca)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner