Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
Uppbótartíminn - Lygilegt hjá Ljónynjum, Blikar í toppmálum og fallbaráttan harðnar
Lokakaflinn nálgast í neðri deildum
Enski boltinn - Chelsea eina liðið með allt galleríið
Tveggja Turna Tal - Jónas Grani Garðarsson
Leiðin úr Lengjunni: Völsungur með stórsigur á mærudögum og HK færist nær toppnum
Útvarpsþátturinn - Niko, glugginn opinn og umdeilt VAR
Enski boltinn - Staðan tekin þegar stutt er í veisluna
Grasrótin - 13. Umferð, "Þrotur" Vogum sofna í gasmengun
Leiðin úr Lengjunni: Amin Cosic kveður með stæl og deildin tekur á sig mynd
Turnar Segja Sögur: Dómari, skipting
Innkastið - Valur fékk toppsætið á silfurfati
Útvarpsþátturinn - Bent nálgast og fyrstur í sjö gul svarar fyrir sig
Leiðin úr Lengjunni: Fylkir reif í gikkinn og það er víst hægt að vinna ÍR
Grasrótin - 12. Umferð, Hellaðir Haukamenn og klikkaðir KÁ menn
Uppbótartíminn - Lífið heldur áfram
Innkastið - Fúlir KR-ingar keyra Hvalfjörðinn
Turnar segja sögur: The Crazy Gang
Betkastið: Leikmenn neðri deilda mæta í sett
Útvarpsþátturinn - Úrvalslið Lengjudeildar og vonbrigði Íslands
Grasrótin - 11. Umferð, Fyrri umferðin gerð upp. Bestir, verstir og fleira
   þri 17. nóvember 2015 22:24
Elvar Geir Magnússon
Zilina
Alfreð Finnboga: Eina leiðin til að svara
LG
Borgun
Alfreð var á skotskónum í kvöld.
Alfreð var á skotskónum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason skoraði eina mark Íslands í svekkjandi 3-1 tapi gegn Slóvakíu í vináttuleik í kvöld.

Þessi öflugi framherji Olympiakos kom Íslandi yfir snemma leiks en heimamenn skoruðu síðan þrjú mörk í seinni hálfleik og tryggðu sér sigurinn.

„Ég trúi því ekki að við höfum ekki unnið þennan leik. Við vorum með tögl og hagldir á þessu í fyrri hálfleik og þeir skapa ekki neitt sem ég man eftir. Fyrstu 15 í seinni hálfleik eru mjög sterkar hjá okkur. Ég var dæmdur rangstæður, sem ég er ekki viss um að hafi verið rangstaða, Jói gaf á Kolla sem átti bara að vera mark," sagði Alfreð við Fótbolta.net í kvöld.

„Í rauninni eru þetta bara einhverjar 10 mínútur hjá okkur sem eru slakar í leiknum og þeir skora tvö mörk. Það er mjög erfitt að sætta sig við þetta. Öll mörk koma út af mistökum, ég veit ekki alveg hvað gerist þarna, við missum hann bara og ég get eiginlega ekki svarað fyrir það."

Alfreð fagnar því að hafa nýtt sínar mínútur vel, en hann skoraði í Póllandi auk þess að skora í kvöld.

„Klárlega. Ég vil nýta allar mínútur sem ég fæ til að sanna mig, sérstaklega þar sem ég spilaði ekki rosalega mikið í undankeppninni og var ósáttur með það. Þá er þetta eina leiðin til að svara, sýna inni á vellinum hvað ég get gert, og ég hef fulla trú á því að ég geti hjálpað þessu liði með því að vera byrjunarliðsmaður," sagði Alfreð.

„Maður tekur alltaf það jákvæða út úr leikjunum og þetta var gott mark. Snúa og setja hann í fjær, ég var mjög ánægður með það. Ég er bara ósáttur með að hafa ekki skorað fleiri."
Athugasemdir
banner
banner