Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. nóvember 2019 18:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikur í Hollandi stöðvaður - Liðsfélagi Elíasar varð fyrir rasisma
Ahmad Mendes Moreira varð fyrir kynþáttafordómum.
Ahmad Mendes Moreira varð fyrir kynþáttafordómum.
Mynd: Getty Images
Elías Már og Moreira.
Elías Már og Moreira.
Mynd: Getty Images
Það þurfti að stoppa leik Den Bosch og Excelsior í hollensku B-deildinni í dag vegna kynþáttafordóma í garð Ahmad Mendes Moreira, leikmanns Excelsior.

Elías Már Ómarsson er liðsfélagi Moreira hjá Excelsior. Elías spilaði allan leikinn í dag.

Sjá einnig:
Holland: Elías spilaði allan leikinn í sex marka jafntefli

Dómarinn þurfti um tíma að stöðva leikinn þar sem Moreira varð fyrir kynþáttafordómum frá áhorfendum.

Liðin fóru út af, en komu svo aftur nokkurra mínútna pásu. Moreira skoraði á 44. mínútu og kom Excelsior í 2-1. Hann fagnaði fyrir framan stuðningsmenn Den Bosch.

Leikurinn endaði 3-3 og er Excelsior í fimmta sæti hollensku B-deildarinnar.

Den Bosch sendi frá sér yfirlýsingu eftir leikinn. „Höfum það á hreinu; FC Den Bosch fjarlægir sig frá öllu sem tengist kynþáttafordómum og mun bregðast harðlega gegn þeim áhorfendum sem eru sekir um kynþáttafordóma."

Memphis Depay, leikmaður Lyon og hollenska landsliðsins, tístaði um málið.

„Ég er orðinn þreyttur að sjá svona myndir aftur og aftur. Hvenær mun þetta hætta!? #SayNoToRacism" skrifaði Memphis og merkti hollenska knattspyrnusambandið og UEFA í tíst sitt.

„Hvað ætlum við að gera í þessu? Sérstaklega þar sem EM 2020 er á næsta leyti."

Kynþáttafordómar hafa stórt umræðuefni á þessu tímabili í fótboltaheiminum. Sorglegt er að á árinu 2019 skuli rasismi enn viðgangast.


Athugasemdir
banner
banner
banner