Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 17. nóvember 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Winks hefur áhyggjur af stöðu sinni hjá Tottenham
Harry Winks í leik með Englandi gegn Írlandi á dögunum
Harry Winks í leik með Englandi gegn Írlandi á dögunum
Mynd: Getty Images
Enski miðjumaðurinn Harry Winks segist hafa áhyggjur af spiltíma sínum hjá Tottenham Hotspur.

Winks er 24 ára gamall og hefur spilað reglulega með Tottenham síðustu tvö árin eða svo.

Hann hefur unnið sér inn sæti í enska landsliðinu og hefur spilað báða leiki Englands í þessum mánuði og á samtals níu leiki fyrir þjóðina.

Winks hefur hins vegar ekki spilað deildarleik fyrir Tottenham síðan 18. október gegn West Ham og hefur hann áhyggjur af stöðunni.

„Staða mín hjá Tottenham er erfið á þessu augnabliki. Það er mikilvægt að halda áfram að berjast og leggja hart að sér til að halda sér í liðinu," sagði Winks.

„Ég elska að spila fyrir England og þetta er frábær staður til að spila fótbolta. Þetta er frjálst og strákarnir ná vel saman. Ég vil vera hluti af þessu liði á EM og vera í byrjunarliðinu en það er mikilvægt að fá tækifærin hjá Tottenham og halda mér í liðinu," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner