Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 17. desember 2019 10:28
Elvar Geir Magnússon
Bendtner íhugar að leggja skóna á hilluna
Nicklas Bendtner.
Nicklas Bendtner.
Mynd: Richard Sagen/Adresseavisen
Nicklas Bendtner er félagslaus en FC Kaupmannahöfn ákvað að framlengja ekki samningi hans.

Danski sóknarmaðurinn var fjóra mánuði hjá FCK. Hann náði aðeins að leika níu leiki, samtals 406 mínútur. Eina mark hans var í bikarleik gegn Nordsjælland.

Bendtner leggst nú undir feld og skoðar möguleika sína en hann íhugar að leggja skóna á hilluna.

„Ég veit bara að ég vil hugsa málið gaumgæfilega áður en ég tilkynni eitthvað um framtíðina. En það er margt sem kemur til greina," segir Bendtner sem er 31 árs.

„Ég sé ekki eftir því að hafa farið til FCK þó ég hefði viljað meiri spiltíma og lengri samning. En ég virði ákvörðun þjálfarans og félagsins."

Bendtner hefur meðal annars leikið fyrir Arsenal á ferli sínum og þá lék hann yfir 80 landsleiki fyrir Danmörku.
Athugasemdir
banner
banner
banner