Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 18. janúar 2022 19:48
Brynjar Ingi Erluson
Salzburg hafnar tilboði Leeds í Aaronson
Brenden Aaronson í leik með Salzburg
Brenden Aaronson í leik með Salzburg
Mynd: EPA
Austurríska félagið RB Salzburg hafnaði tilboði Leeds United í bandaríska landsliðsmanninn Brenden Aaronson. Athletic greinir frá þessu í dag.

Aaronson er 21 árs gamall miðjumaður en hann kom til Salzburg í byrjun síðasta árs frá Philadelphia.

Hann er talinn eitt mesta efni bandaríska landsliðsins og hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í Austurríki.

Aaronson er með sjö stoðsendingar og þrjú mörk í öllum keppnum með Salzburg á þessari leiktíð.

Athletic segir frá því í dag að Leeds United hafi lagt fram 15 milljón punda tilboð í Aaronson en Salzburg hafnaði því. Leeds mun halda viðræðum áfram á næstu dögum.

RB Leipzig og Milan hafa einnig áhuga á Aaronson sem er með fimm mörk í fimmtán landsleikjum fyrir Bandaríkin.
Athugasemdir
banner
banner